Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 03.01.1986, Blaðsíða 10
26
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
Mynd 7. í dyrum milli stoju og skála var klumpur með holu í. Par gaeti hafa leikið í hurðarhjarri.
Ljósm. Gísli Gestsson. Fig 7. In the door between the living rooin and the liall there was a piece
ofwood with a hole in it. The door hittge may possibly have rotated in it. Photo Gísli Gestsson.
0,11 x 0,07 m, h. 0,94 m. Tréð cr 0,33 m austur frá vesturþili og 0,78
m norður frá suðurvegg. Út við vegginn austur frá steininum í suðvest-
urhorni tóttarinnar er samsafn steina fremur en hleðsla og ná efstu stein-
arnir allt að 0,97 m h. Ekki virðist einn þeirra öðrum líklegri til að hafa
borið nein sérstök þyngsli svo sem syllu eða staf, en utar á gólfinu, 0,78
m frá vesturþili og 0,30 m frá suðurvegg er þó vænn steinn, h. 0,78 m,
sem gæti hafa vcrið undir syllu, cn þá gæti bckkurinn á þessum slóðum
aðeins hafa vcrið tæpir 0,40 m br. og er það hclst til lítið. Má vera að
ekki hafi verið venjulegur bekkur í vestasta stafgólfi heldur einhvers