Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Ukioqatigiit

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 03.01.1986, Qupperneq 13

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 03.01.1986, Qupperneq 13
KÚABÓT í ÁLFTAVERI I 29 eftir. Pað eitt er með fasttroðinni gólfskán, því hallar lítið eitt til aust- urs, einkum mjóa gólfinu (sjá síðar). Hæð austur við dyr er 0,63 m, 2 m vestar 0,85 m, rétt vestan við hitt hús 0,96 m og vestast um 0,90 m. Á þverveginn er gólfið hæst um miðbikið, en litlu lægra út við jaðrana. Til beggja hliða við gólfið eru hærri pallar, en misháir og víðast ósléttir, ná allt að 1,33 m hæð út við veggina, en lægri við miðgólfið. Par eru óreglulegir stallar eftir endilöngu húsinu, 0,15-0,30 m háir; þeir eru ekki hlaðnir. Hér verða þessir hliðarpallar kallaðir set; efni þeirra er mjög svipað innihaldi pallsins í A, gæti verið afgangur af byggingarefni því, sem notað var í veggina. Ekki er allt miðgólfið jafnbreitt. Austast á nærri 3 m kafla er það aðeins 0,80-0,90 m breitt, svipað og dyrnar til A og eins og framhald af þeim. Eins og fyrr segir sáust ekki ummerki eftir dyrabúnað né þröskuld austur við kampinn og hvergi vestar vottaði fyrir menjum um þröskuld á gólfinu. Vestan við þrönga kaflann breikkar gólfið til beggja hliða, en setin mjókka að sama skapi. Þar er gólfið 1,30—1,40 m breitt og helst jafnbreitt alla leið vestur að þverþilinu. Hvergi var eldstæði á gólfmu; gólfskánin var 0,05—0,12 m þykk, sömu gerðar og í A, harðtroðin, gráleit og laus við kolamylsnu eða aðrar eldmenjar. Undir henni voru leifar af eldri gólfum og tók að bera á kolamolum í þeim. Vestan við húsið B, á milli þess og C, hefur verið þil svo sem fyrr var sagt. Þar sem þilið var áður er þverskorið fyrir enda beggja setanna. Þau eru þar mest úr mold og torfleifum og geta því aðeins verið svo brött sem raun ber vitni að þau hafa fallið upp að þili. Þó þessir stallar séu brattir eru þeir þó svo máðir að för eftir einstakar fjalir eða tré verða ekki greind og eru því ekki til vitnis um gerð þilsins. Endi syðra sets teygist nokkuð út á gólfið meðfram þilinu. Þetta er aðeins nrjó mön, sem kynni að vera undan bekk, en verður annars ekki skýrð. Norður- endi þessarar manar verður 1,68 m frá suðurvegg. Að norðan eru steinar austan þils og framan setbrúnar allt að 1,60 m frá norðurvegg og þar eð tóttin er hér 4,43 m víð, verður bilið á milli steina þessara og manarinnar að sunnan 1,15 m. Þetta er mesta hugsanlega vídd þilgátt— arinnar og jafnframt mesta vídd dyra, sem hafa verið þarna á þilinu, en trúlegt er að dyrabúnaðurinn hafi þrengt nokkuð að, svo að dyrnar hafa líklega verið eitthvað innan við 1 m að vídd, en nákvæmara verður þetta ekki ráðið af ummerkjum í gólfi. Ekki fer á milli mála að þak þessa húss hefur hvílt á fjórum stafa- röðum; útstöfum við báða veggi og innstöfum í frambrúnum setanna eða í jöðrum gólfsins, þar eð neðri cndar flestra þeirra stóðu enn á

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.