Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 03.01.1986, Blaðsíða 14
30_________________________________________AUBOK FORNLEIFAFÉLAGSINS
sínum stöðum grafnir niður í gólfið og náðu allt að 0,50 m upp úr því
en þar hafði fúnað ofan af þeim.
Nú skal lýst stöfum og ummerkjum eftir þá, fyrst norðan gólfs og
þá við norðurvegg, síðan sunnan gólfs og loks við suðurvcgg ævinlega
mælt á miðjan staf Fjarlægðir verða taldar frá vesturþili í stefnu austur.
Það er sérkcnnilegt um innstafina að vestan mjóa gólfsins, scm fyrr var
frá sagt, standa syðri innstafir á kafla helmingi þéttar en hinir nyrðri. f
cftirfarandi lýsingu verða stafir í B merktir þannig: BN norðan gólfs og
BS sunnan þess, innstafir t.d. BNi og BSi og útstafir BNú og BSú.
Auk þcss verður þcim gefin raðtala. Hugsaðir stafir í þili fá þá töluna
0 cn síðan hækkandi til austurs. Raðtölur innstafa sunnan gólfs eru þó
lítið eitt frábrugðnar. Þar er röðin 0 I, Ia, II, Ila, III, IV o.s.frv. Þar eru
Ia og Ila stafir í miðjum stafgólfunum og er það rætt síðar.
Eins og fyrr sagði sáust ekki ummerki eftir innstafi (né aðra stafi) í
vesturþilinu, en 1,95 m austar stendur stafbútur í gólfinu, hér merktur
BNiI; hann er 0,47 m norðan við miðlínu og 1,60 m suður frá norður-
vegg. Stafurinn er ferskeyttur 0,12x0,10 m í þverskurð, snýr lengri
hlið næstum rétt að gólfi og cr þó lítið eitt snúinn til vesturs. Næsti
stafur í röðinni, BNiII er 1,45 m austar eða 3,40 m frá vesturþili, 0,46
m frá miðlínu og 1,64 m frá norðurvegg. Stafurinn er næstum fer-
skeyttur, cn þó ávalur á austurhlið, þverskurður 0,12x0,08 m, snýr
langhlið rétt að gólfi. Enn er stafur í sömu röð, merktur BNiIII, 1,75
m austar eða 5,15 m frá þili, 0,51 m frá miðlínu og 1,53 m frá norður-
vegg. Þessi stafur er sljóferskeyttur, þvermál 0,12x0,08 m og snýr
langhlið rétt að gólfi. Næsti stafur, merktur BNiIV er 1,63 m austar eða
6,78 m frá þilinu, 0,55 m norðan við miðlínu og 1,45 m frá norður-
vegg. Stafur þcssi er ávalur eða sporöskjulagaður í þversnið, 1. 0,13 m
þvm. 0,09 m, snýr samhliða gólfi.
Stafaröð þessi, sem hefur verið tiltölulcga bein endar hér og er ekki
bcint framhald hcnnar austar, en enn cr stafbútur í gólfi, merktur
BNiV, 1,72 m austar eða 8,50 m frá þíli. Hann er aðeins 0,24 m frá
miðlínu en 1,76 m frá norðurvegg. Stafur þessi er óreglulcga ferstrend-
ur, ótelgdur og snýr hvassri brún að gólfi, þvermál 0,14 m N-S og 0,12
m A-V, hann náði nú 0,25 m upp úr gólfinu. Á bak við þcnnan staf var
skorðaður vcsturendi trés, sem náði þaðan rétt austur að dyrakampi.
Austurcndi þess var laus nú, en kann áður að hafa verið skorðaður bak
við ferskeyttan hæl, sem stendur í gólfinu 0,34 m norðan við miðlínu
og 2,56 m austan við BNiV. Hællinn er aðeins 0,04 x 0,04 m í þvermál
og er því í rýrasta lagi og hefur alls ekki verið stafur undir brúnás, en
austur við kampinn er skorðaður steinn, sem vel gæti verið undan staf,