Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 03.01.1986, Blaðsíða 15

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 03.01.1986, Blaðsíða 15
KÚABÚT I' ÁLFTAVERI I________________________________________________31 en hann er þá horfínn nú, en næstum verður að gera ráð fyrir staf á þessum stað vegna uppgerðar hússins. Ef nú er gert ráð fyrir að stafur- inn BNiVI hafi staðið á honum koma fram þessi mál, sem cru miðuð við að stafurinn hafi staðið á miðjum steininum: Fjarlægð frá BNiV 2,80 m, frá miðlínu 0,36 m og frá norðurvegg 1,64 m. Tilgangslaust er að áætla gildleika stafsins, en til viðbótar má benda á að minnsta bil milli þessara austustu stafa sýnist ekki hafa vcrið minna en 2,76 m. Trc það, sem áður var nefnt og skorðað var bak við BNiV var að Jengd 2,71 m, þykkt 0,09 m og hæð 0,17-0,18 m. Það var úr talsvert maðk- smognum rekavið (greni?), slétt tilhöggið og með nót í þcirri hlið, sem upp sneri. Nótin er rúmlega 0,02 m djúp og 0,02 m víð. Á miðju trénu var hún fylk mcð spýtukubb, scm var negldur ofan á tréð með vænum járnnagla. Nærri liggur að álykta að þetta tré sé aursylla undan þili, en ekki skýrir það spýtuna, sem negld var ofan á mitt tréð. Undir þessa „aursyllu" var raðað smásteinum og hellublöðum og var yfirborð þeirra í 0,84—0,85 m hæð. Þetta virðist gert til að lyfta syllunni frá gólfi eins og frambrún bckkjanna í A svo scm fyrr var sagt. Tré þessu hallaði nokkuð til norðurs og auk þcss var austurcndi þcss svo norðarlega að það hafði nokkru norðlægari stefnu cn stoðaraðirnar og húsið sjálft. Tréð kann að hafa raskast þcgar húsið var rifið. Vestan við BNiV, stoðarbútinn sem stóð vcstast í mjóa gólfinu, sem fyrr var ncfndur, var talsvert steinahröngl framan við norðursetið á 0,50 m kafla og þar urðu mót gólfs og sets ckki ákveðin. Ef til vill var þarna aðeins dimmur krókur. Austan við norðurenda vesturþilsins, austan til á móts við neðsta kampstein í norðurvegg er slakki eða laut í gólfi ferstrend og um það bil 0,20 x 0,20 m í þvcrskurð. Par gæti útstafur hafa staðið alveg út við vegg og þilið fallið að vcsturhlið hans. Stafur sá er mcrktur hér BNÚ0. Fjarlægð frá þili 0,10 m (frá útvegg cinnig 0,10 m) og frá miðlínu 1,90 m. Allar eru þessar tölur hálfgerðar ágiskanir, þar eð ekkert cr eftir af stoðinni né nein ummerki önnur en lautin í gólfinu. 1,84 m austur frá þilinu er enn laut í gólfið, en í öllum botni hennar cr steinn. Laut þessi, sem raunar er aðeins útvaðið far eftir útstaf, er sljófcrstrend, þvermál hennar 0,26 x 0,22 m og gæti stafurinn hafa allt að því fyllt út í farið, og miklu minni í þvermál hefur hann naumast verið. Fjarlægð stafs frá útvegg er nálægt 0,10 m og frá miðlínu 1,95 m. Fjarlægð frá miðjum staf BNiI til miðs BNúI er þá 1,43 m, sem er nærri því að vera set- breiddin á þessum stað. Næsti útstafur, BNúII, virðist hafa staðið á flötum steini. Gildleiki hans sést því ekki og önnur mál eru einnig óná- kvæm, en þau eru: Fjarlægð frá BNúI 1,68 m, frá vesturþili 3,53 m, frá

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.