Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 06.01.1986, Blaðsíða 1

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 06.01.1986, Blaðsíða 1
FQRNLEIFARANNSÓKN AÐ SUPURGÖTU 7 l' KEYKJAVÍK 159 lýsingar um notkun húsa. Ekki reyndist árangur síunarinnar mikill, því aðeins komu leifar eins skordýrs í ljós. Leifar dýrsins voru illa farnar og ekki reyndist unnt að greina þær. Engir munir fundust í húsinu né í tengslum við það. Ekkert verður sagt með vissu um notkun hússins. Greining gjósku bendir til þess að húsið sé byggt allavega þó nokkru fyrir 1340 og líklega þó nokkru fyrir 1226. C14 aldursgreining bendir til þess að húsið sé frá 905—975 + —50 e.Kr. Undir íbúðarhúsinu, Suðurgötu 7, fundust engar byggðaleifar. Frjókornarannsóknir voru ekki gerðar á lóðinni. Jarðvegur var þurr og óþéttur, þar sem óhreyfð jörð var. Varðveisluskilyrði frjókorna voru því slæm. Svo sem fyrr segir, var veðrið í Reykjavík sumarið 1983 óhagstætt fyrir fornleifarannsóknir. Það rigndi flesta daga. Gólf húss IV varð það blautt, að erfitt varð að eiga við það. Skurðir, sem grafnir voru í gegnum gólfið (M-N, Q-R) fylltust strax af vatni, og ógjörningur reyndist að dæla því nógu hratt burt. Reyndist því oft erfitt að túlka leifarnar. Eftirmáli Bestu þakkir vil ég færa eigendum lóðarinnar Suðurgötu 7, einkum Svavari og Ásu Hjaltested, fyrir ýmsar upplýsingar varðandi lóðina, sem þau veittu mér. Einnig þakka ég starfsfólki Reykjavíkurborgar fyrir aðstoð og fyrir- greiðslu. Einkum starfsfólki vélamiðstöðvar, garðyrkjudcildar, mæling- ardeildar, embættis borgarverkfræðings, lóðaskrár, Borgarskjalasafns Skúlatúni 4 og á skjalasafninu að Austurstræti 16. Auk þeirra þakka ég skurðgröfumönnum, sem sýndu einstaka lagni við fornleifauppgröft á stórvirkum vinnuvélum, við erfiðar aðstæður. Einnig vil ég þakka Henrik Tauber, forstöðumanni C14 aldursgrein- ingarstofnunarinnar í Kaupmannahöfn, og Páli Theodórssyni eðlis- fræðingi veittar upplýsingar varðandi C14 aldursgreiningu. Henrik Tauber og samstarfsmenn hans greindu viðarkol, og aldursgreindu þau endurgjaldslaust. Ennfremur vil ég þakka Árna Einarssyni líffræðingi, Þorkeli Grínrs- syni fornleifafræðingi, Antoni Holt BA, Halldóri J. Jónssyni cand mag, Halldóru Ásgeirsdóttur forverði, Kristínu Jónasdóttur fulltrúa á Árbæj- arsafni, Mjöll Snæsdóttur fornleifafræðingi, Vilhjálmi Erni Vilhjálms- syni fornleifafræðingi og dr. Sveinbirni Rafnssyni fyrir veitta aðstoð. Að endingu vil ég þakka samstarfsfólki mínu við uppgröftinn, þeim Gunnari Ólafssyni jarðfræðingi, Rannveri H. Hannessyni forvörslu-

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.