Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 06.01.1986, Page 7

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 06.01.1986, Page 7
Rckatré á Grenitrésnesi Í985. Sér austur yftr Grenitrésnes. ReykjanesJjall í baksýn. Hjá trénu stendur Þorbergur Ólafsson skipasmiður. HARALDUR MATTHÍASSON REKI Á GRENITRÉSNESI Landnámabók segir svo frá: „Hallsteinn son Þórólfs Mostrarskeggs nam Þorskafjörð og bjó á Hallsteinsnesi; hann blótaði þar til þess, að Þór sendi honum öndvegissúlur. Eftir það kom tré á land hans, það er var sextigi og þriggja álna og tveggja faðma digurt; það var haft til önd- vegissúlna, og eru þar af gerðar öndvegissúlur nær á hverjum bæ um þverfjörðuna. Þar heitir nú Grenitrésnes, er tréð kom á land.“ Ýmsir hafa talið að sagan um tréð hljóti að vera tilbúningur einn því að þarna þekkist ekki trjáreki og sé ekki heldur nokkurs staðar innan við Breiðafjarðareyjar. Tekur Kálund þetta berlega fram í sögustaðalýs- ingu sinni (I 530 nm. 3). Raunar kom hann ekki á Hallsteinsnes í ferð

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.