Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 06.01.1986, Blaðsíða 14

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 06.01.1986, Blaðsíða 14
172 ÁRI3ÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS grímur Hermannsson, Hofsósi, Kristján Sigurðsson, Hálsi, Skógarströnd, Kristín ogjón- ína Björg Gísladætur, R., Kristinc Reykdal, Hf., Kristján Jónsson, Snorrastöðum, Signý Bcnediktsdóttir, Balaskarði, Kjartan Ólafsson, R., Arngrímur Sigurðsson, R., Arnþrúður Arnórsdóttir, Kópav., Björn Magnússon, R., dr. Hallgrímur Hclgason, Ölfusi, Nanna Guðmundsdóttir, Bcrufirði. Varð safnaukinn óvcnjumikill, cða 1451 númcr í almenna safnið svo og fjöldi mynda í myndasöfnin. Starfsemi einstakra deilda safnsins Myndadeild. Hún stóð fyrir ljósmyndasýningu í Bogasal og annarri minni sýningu í hliðarsal, sem áður er frá skýrt. — Safnauki myndasafn- anna er alltaf mikill, og voru á árinu færðar um 65 færslur mynda í aðfangabók, cn myndafjöldinn sem barst er langtum fleiri. Halldóra Ásgeirsdóttir forvörður framkallaði talsvert magn ljós- mynda eftir plötum, einkum úr fllmusafni Helga Arasonar á Fagurhóls- mýri. Myndadeildin fékk til ráðstöfunar 100 þús. kr. af framlagi Þjóðhátíð- arsjóðs til Þjóðminjasafnsins, og var það fé mest notað til framköllunar- vinnu. — Þá var tekin upp sú nýbreytni með heimild menntamálaráðu- neytisins á miðju árinu að taka sérstakt afgreiðslugjald, 100 kr., fyrir hverja mynd sem lánuð er til birtingar, en vinna og umstang við slík lán tekur mjög mikinn tíma hins eina starfsmanns deildarinnar. Textíldeild. Deildarstjóri textíldeildar, Elsa E. Guðjónsson, vann á árinu að ýmsum rannsóknum, svo sem á stafaklútum úr Byggðasafninu í Skógum, handlínu í Þjóðminjasafni, er Hólmfríður Pálsdóttir Vídalín saumaði og að úrvinnslu efniviðar um refla í íslenzkum miðaldaheim- ildum, er hún flutti erindi um í Vísindafélagi íslendinga. - Þá athugaði hún postulamynd á íslenzku korpóralshúsi í Þjóðminjasafninu í Kaup- mannahöfn og rannsakaði myndir á altarisklæðinu úr Grenjaðarstaðar- kirkju í Cluny-safninu í París, og flutti erindi um hið síðastnefnda á ráðstefnu í Vadstena í Svíþjóð, sem haldin var um helgimyndarann- sóknir. Þá var Elsa fulltrúi Þjóðminjasafnsins í Samstarfsnefnd um íslenzka þjóðbúninga og var formaður hennar, en nefndin vann á árinu að gerð myndbands um íslenzka þjóðbúninga, sem kom til dreifingar. Var jafn- framt haldin kynningar- og fræðslusýning á íslenzkum þjóðbúningum í verzlun Heimilisiðnaðarfélags íslands og var Elsa þar til viðtals og veitti leiðbeiningar. Keypt var tölva á árinu fyrir deildina, sem einkum er notuð til rit- vinnslu.

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.