Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 06.01.1986, Blaðsíða 15

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 06.01.1986, Blaðsíða 15
SKÝRSLA UM PJÓÐMINJASAFNIÐ 1986 173 Húsverndardeild. Mesta átakið í viðgerð gömlu bygginganna var í Nesstofu og á Skipalóni. - Á Lóni var lokið viðgerð pakkhússins á ytra borði, gert við grind og klæðningu á norðurgafli og austurhlið og settir í gluggar, allir nýsmíðaðir nema einn gamall, sem til var. Eftir er þá að leggja gólf að nýju og hlaða upp eldstæði og reykháf. -Jafnframt var gengið frá samningi við eigendur jarðarinnar, svo sem skýrt var frá í síðustu skýrslu, og honum þinglýst, þar sem safnið tckur að sér að gera einnig við garnla íbúðarhúsið, frá 1824, og koma því í gott stand, en á móti eignast safnið húsið eftir daga eigendanna og fær lóðarréttindi fyrir húsin. Kostaði safnið nýja miðstöð í húsið. í Nesi var lokið við innréttingar apóteksins og annan frágang á gólfum og snyrtingu og innihurðir settar í, svo og útihurð sem srníðuð var fyrir gjafafé Læknafélags íslands. Var síðan þessi hluti hússins, sem frágenginn var, málaður og var aðeins um áramótin eftir að mála með- alaheiti og skraut á skúffur í apótekinu. — Trésnn'ðina annaðist sem fyrr Gunnar Bjarnason en Kristján Guðlaugsson málningarvinnu. Lyfsalar keyptu útihús og nokkurt land norðanvert við Nesstofu á árinu og hyggjast koma þar fyrir munum og áhöldum, sem tengjast lyf- sölu en fá ekki rúm í stofunni sjálfri. í Glaumbæ hrundi gamla eldhúsið og varð að endurbyggja það. Gerði það Jóhannes Arason og Valur Ingólfsson annaðist tréverk, en nokkuð varð það með öðru sniði en fyrir var. Sjávarborgarkirkja hlaut nokkra aðgerð, einkum þurfti að þétta með hurð og annars staðar, svo voru settar trétröppur í stað steintrappanna, sem fóru ckki vel, enda voru vafalaust trétröppur í upphafi. Loks tókst að hefja viðgerð gamla pakkhússins á Hofsósi og annaðist hana Hafstcinn Lárusson smiður. Var tekið til við að gera við suðurhlið og grafa fyrir undirstöðum. Hafizt var handa um viðgerð Krýsuvíkurkirkju, sem lengi var þörf á, og annaðist liana Guðmundur Baldur Jóhannsson smiður en Hjörleifur Stefánsson sagði fyrir um verkið. Var kirkjan rétt af, gert við grind á suðurhlið og austurstafni og klæðning endurnýjuð að hluta. Ekki tókst þó að ljúka þessum áfanga til fulls og gluggar eru enn ekki tilbúnir, en stefnt er að því að ljúka viðgerð kirkjunnar hið ytra í næsta áfanga. Ýmsar ferðir voru farnar í þágu fornleifavörzlunnar og viðgerða gömlu húsanna og er ekki ástæða til að tíunda nema hinar helztu. Þjóðminjavörður fór ásamt Halldóru Ásgeirsdóttur og Kristínu H. Sig- urðardóttur að Pingeyrum 25. febr. vegna athugunar á hinum gamla og skrautlega prédikunarstól kirkjunnar, sem stóð til að gera við og einnig vegna endurnýjunar á turnþaki sem fauk af í suðaustan ofviðri 15. nóv-

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.