Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 06.01.1986, Blaðsíða 23

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 06.01.1986, Blaðsíða 23
SKÝRSLA UM ÞJÓÐMINJASAFNIÐ 1986 181 Að öðru leyti var fé Húsafriðunarsjóðs varið til eftirlits og forsagnar við viðgerðir gömlu bygginganna, og fengu þannig í reynd margar þessara bygginga meira fé í sinn hlut en hér kemur fram. Um flestar þessara bygginga er það að segja, að viðgerðir nema marg- falt meiri upphæð en sem svarar styrkjum, og er enda oft um stórfelldar viðgerðir að ræða. - Margra þessara húsa hefur áður verið getið í skýrslu og er því ekki ástæða til að taka nema fáein atriði fram. Hofstaðakirkja var flutt á nýjan grunn með kjallara, endurnýjuð vatnsklæðning og gert mikið við turn. Helgafellskirkja hlaut viðgerð á turni. Dalatangavitinn gamli var hlaðinn upp að verulegu leyti og unnið að tréverki. Amtmannshúsið á Stapa var fullgert á ytra borði og einangrað. Var jafnframt gerður sananingur una húsið, að það skyldi tekið á fornleifa- skrá og Þjóðminjasafnið eignaðist hluta þess svo sem nemur opinberu framlagi til viðgerðarinnar. Viðgerð hófst við Árneskirkju og var endurnýjuð norðurhlið, gert við grind þar og gólf og kirkjan rétt á grunni. Á Þingeyrakirkju var endurnýjað turnþakið, sem fauk veturinn áður. Á Hafnarstræti 86 á Akureyri stendur til að endurnýja skrautverkið á suðurgafli. í Meðalholtum í Flóa var byggð upp garnla baðstofan og endurnýjað mikið af viðum. Þjóðhátíðarsjóður Safnið fékk í hlut sinn úr Þjóðhátíðarsjóði 1.125 þúsund krónur, fjórðung úthlutunarfjár. — Var fé því ráðstafað þannig, að til fornleifa- rannsókna á Stóru-Borg fóru 700 þús. kr., ljósmyndadeild fékk 100 þús. kr., mest til framköllunar ljósmynda, textíldeild 50 þús. kr. til kaupa á tölvu, húsverndardeild 100 þús.kr. til viðgerðar Krýsuvíkur- kirkju, fornleifadeild 75 þús. kr. til kaupa á ljósmyndaturnum og for- vörzludeild 50 þús.kr. til tækjakaupa. Vegna slæmrar Qárhagsstöðu safnsins mörg undanfarin ár hefur þetta fé sjóðsins nánast verið hið eina, sem deildirnar hafa haft til stofnkostnaðar. Utanferðir safnmanna Þjóðminjavörður sótti ásamt Runólfi Þórarinssyni deildarstjóra árlegan fund um minjavernd í Strasbourg 4.-7. marz, og einnig sótti hann fund þjóðminjavarða í Björgvin svo og fund ICOMOS þar 20.- 25. maí.

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.