Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 06.01.1986, Blaðsíða 24

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 06.01.1986, Blaðsíða 24
182 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS Elsa E. Guðjónsson sótti í marz fund stjórnarnefndar Norræna bú- sýsluháskólans á Helsingjaeyri á vegum menntamálaráðuneytisins og á kostnað þess og skoðaði í leiðinni nýuppsetta fastasýningu á miðalda- textílum í Statens Historiska Museum og hið tiltölulega nýuppsetta Livrustkammaren í Stokkhólmi og nýlega stofnað leikfangasafn í Kaup- mannahöfn. Pá sótti hún ráðstefnu á Álandseyjum 22.-25. nóvember um skinn- klæðnað og einnig norræna myndfræðilega ráðstefnu í Vadstena, 12.- 18. október og notaði tækifærið í þessum ferðum til að skoða söfn og sýningar á sínu sérsviði. — Ferðirnar voru ekki á kostnað Þjóðminja- safnsins, utan hvað hún fékk dagpeninga einn dag til að kynnast sýn- ingu um miðalda biskupsskrúða frá Brimum, sem nýlega var búið að gera við í forvörzludeild Statens Historiska Museum. Guðmundur Ólafsson og Kristín H. Sigurðardóttir sóttu fund í Björgvin 4.-6. júní um tölvuvæðingu safna á Norðurlöndum og var ferðin kostuð aðeins að hluta til af safninu. Þá sótti Guðmundur nám- skeið í neðansjávarfornleifarannsóknum í Stokkhólmi 25. ágúst-9. sept- ember, en það var kostað af Norræna menningarmálasjóðnum. Hallgerður Gísladóttir sótti 24. þing norrænna þjóðfræðinga í Björgvin 11.-13. september og flutti þar erindi. Lilja Árnadóttir fór tvívegis til Uddevalla í sambandi við sýninguna Norrænt haf, sem fyrr er getið, og greiddi safnið í Uddevalla kostnað við ferðirnar. Prentuð frœðirit safnmanna, 1986 Árni Björnsson: Porrablót á íslandi, Reykjavík. Elsa E. Guðjónsson: Um prjón á íslandi. Hugur og hönd. Sama: Hefur saumað hvert eitt spor. Krossspor Hólmfríðar Pálsdóttur. Sama rit. Sama: Laufabrauð. Morgunblaðið 21. des. Sama: íslenskirþjóðbúningar: Myndband, sýning, námskeið. Húsfreyjan. Sama: A Many-Coloured Web. Women and textiles in Medieval Iceland. Iceland Review. Sama: The National Costume of Women in Iceland. Reykjavík, 4. útg. endursk. og aukin. Sama: Notes on Knitting in Iceland. Reykjavík, 6. útg. endursk. og aukin. Sama: Some Early Examples of Icelandic Knitting. Archaeological Tex- tiles Newsletter, no. 3.

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.