Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1990, Síða 89
RANNSÓKNIR f VIÐEY
93
og var gerður máldagi á 13. öld þess efnis að frá hverju býli milli
Reykjaness og Botnsár, þar sem ostur var gerður, skyldi gjalda osthleif
til Viðeyjar á hverju hausti. Safnaðist auður að klaustrinu og varð það
eitt ríkasta klaustur landsins er frá leið.7 Pað kemur hcim og saman við
þá mynd sem fengist hefur af mannlífi í Viðey á síðmiðöldum við forn-
leifauppgröft rústa og mannvistarlaga í bæjarhólnum.
Fyrri hluti 16. aldar var tími siðskipta á Norðurlöndum og árið 1539
lagði umboðsmaður hirðstjórans á Bessastöðum, Diðrik af Minden,
klaustrið undir sig. Rændi hann klaustrið, rak munkana á brott og lýsti
Viðey eign konungs. Árið 1550 reið Jón Arason frá Skálholti til Við-
eyjar og rak þaðan hirðstjórann. Hann setti Alexíus ábóta yfir klaustrið
að nýju og vígði klaustrið og kirkjuna, en sama ár var biskup háls-
höggvinn og lagðist þá klausturlifnaður niður í Viðey og komst hún
aftur á vald konungs með siðskiptum á fslandi það ár.8
Rústir Viðeyjarklausturs
Ekki eru til ritaðar heimildir um staðsetningu klaustursins í Viðey og
því ekki vitað hvers kyns mannvistarleifa var að vænta í bæjarhólnum
norðan Viðeyjarstofu cr rannsókn þar hófst. Hér verður reynt að færa
rök að því að um leifar klaustursins sé að ræða. Samanburður rústanna
við ritaðar heimildir um hús klaustursins getur gefið vísbendingu um
það hvort um sömu byggingar sé að ræða. Vert er að taka fram að enn
sem komið er hefur aðeins hluti rústasvæðisins verið kannaður og því
ekki fengist heildarmynd af húsaskipan bæjarins.
Bæjarhóllinn er á ákjósanlegasta stað Viðeyjar til búsetu, sem m.a.
hcfur átt þátt sinn í því að Viðeyjarstofa var síðar byggð einmitt þar.
Útsýni er þaðan hið besta yfir sundið til suðurs og til fjalla í norðri.
Góður lendingarstaður báta hefur verið neðan bæjarins, þ.e. Bæjarvör-
in, og ferskt vatn er að fá í næsta nágrenni. Norðan bæjarstæðisins er
mýri þar sem byggingartorf og mór til eldsneytis var til staðar. Bæjar-
stæðið er staðsett á milli hæstu hóla Viðeyjar, þ.e. Sjónarhóls og Heljar-
kinnar, sem veitt hefur bænum gott skjól. Víðáttumikil tún eru sunnan
bæjarstæðisins með góðum beitarlöndum í næsta nágrenni. Þessi atriði
gera staðinn ákjósanlegan til búsetu og því má telja líklegast að klaustr-
inu hafi einmitt verið valinn staður á sömu slóðum og Viðeyjarstofu
síðar. Örnefni í nágrenni bæjarstæðisins benda einnig til staðsetningar
7. íslenskt fombréfasafn /, bls. 486.
8. Janus Jónsson: „Um klaustrin á íslandi", bls. 250.