Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1991, Page 129
GUÐRÚN SVEINBJARNARDÓTTIR
RITDÓMUR
Byggðaleifar í Hrafnkelsdal og á Brúardölum.
Brot úr byggðasögu Islands.
Höfundur: Sveinbjörn Rafnsson.
Útgefandi: Hið islenzka fornleifafélag, Reykjavík 1990.
Ritgerðir um íslensk fornleifafræðileg efni hafa hingað til flestar verið
birtar í Arbók Hins íslenska fornleifafélags. ITið litla brot hennar hefur þó
oft þrengt að svona efni, þar sem uppdrættir og sniðteikningar þurfa að
njóta sín, og hefur lengi verið þörf fyrir útgáfu ritraðar (monographs) í
stærra broti, þar sem birta mætti meiri háttar rannsóknir. Það var því mikið
ánægjuefni að fá í hendur rit það sem hér er til umfjöllunar og er hið fyrsta
í slíkri ritröð Hins íslenzka fornleifafélags. Er óskandi að ekki verði jafn-
langur aðdragandi að framhaldinu og varð að útgáfu þessa rits, en þrjú ár
liðu frá því að handrit var tilbúið þar til fé fékkst til útgáfunnar.
Viðfangsefni Sveinbjarnar Rafnssonar er tilraun til að meta þróun
byggðar í afdölum nokkrum á Austurlandi, hinum sögufræga Hrafnkels-
dal og nærliggjandi Brúardölum. Þetta gerir hann með því að styðjast við
sagnfræðilegar, fornleifafræðilegar og náttúruvísindalegar aðferðir. Gerð er
nákvæm úttekt á rituðum heimildum um byggð á svæðinu, fjallað um fyrri
athuganir og fornleifafundi, og síðan eru byggðaleifar þær, sem fundust á
svæðinu, skráðar og þeim lýst. Til tímasetningar byggðaleifunum er aðal-
lega stuðst við gjóskutímatal, en faðir þess hér á landi var dr. Sigurður
Þórarinsson jarðfræðingur. Það var líka í samvinnu við hann sem höfundur
hóf þessa rannsókn, en frumkvöðull hennar var dr. Stefán Aðalsteinsson
frá Vaðbrekku í Hrafnkelsdal.
Þróun byggðar, og þá ekki síst eyðing afdalabyggðar, hefur lengi vakið
athygli fræðimanna á Islandi, og snemma fóru menn að taka eftir eyðibýl-
um hér og þar í landslaginu. Daniel Bruun varð fyrstur til þess, í lok 19.
aldar, að fara skipulegar ferðir um landið í þeim tilgangi að kanna eyði-
byggð. Eru greinar þær og uppdrættir um þetta efni sem birst hafa eftir