Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1991, Síða 132

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1991, Síða 132
136 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS Umfjöllun um fyrri athuganir á rústastöðunum í Hrafnkelsdal er ýtarleg, og uppdrættir af þeim byggðaleifum sem var að sjá þar meðan á þessari rannsókn stóð eru skýrir. Ég saknaði hins vegar frekari túlkunar Svein- bjarnar sjálfs á sumum rústastöðunum sem hann skoðaði. Að Fremstaenni skoðaði hann t.d. blásna ferhyrnda rúst, að innanmáli um 4xl0m, athygl- isverða að stærð segir Sveinbjörn (bls. 49), en skýrir ekki af hverju hann telur svo vera. Fyrir lesendur sem ekki eru kunnugir fræðunum þarfnast þetta skýringar. Það er ljóst, að erfitt getur verið að túlka rústir af yfirborði einu saman, jafnvel þar sem litlar prufuholur hafa verið gerðar og mann- vistarleifar hafa komið í ljós. Sem dæmi má nefna að erfitt getur verið að greina á milli venjulegs bæjar og sels, þar sem svipaðar athafnir fóru fram á báðum stöðum. Túlkun þess sem rannsókn stundar er þó sú besta sem völ er á og vel þess virði að hún sé látin í ljós. Sveinbjörn veltir þessum túlkunarvandamálum nokkuð fyrir sér á bls. 96-7, en hefði mátt gera það í umfjöllun hinna einstöku rústastaða, þar sem hann tínir til ummæli ann- arra um þær, en ekki er alltaf alveg ljóst hver skoðun hans sjálfs er. Sagt er að byggðaleifar eldri en 1158 séu á 16 stöðum í Hrafnkelsdal. Telur Sveinbjörn að bæir hafi verið á 16 stöðum í dalnum fyrir 1158? Hann virðist halda því fram, en það er þó ekki alveg ljóst. Það hefði verið gagnlegt að fá fleiri yfirlitskort eins og það sem er á bls. 74 með mismunandi táknum til að sýna þróun byggðarinnar. T.d. þeirra 11 staða sem byggt var á eftir 1158. Hvaða upplýsingar veita t.d. gjóskulögin frá 1362 og 1477 um byggð- ina? Hversu margir bæir voru í byggð þegar 1477 lagið féll? Er almenn staðfesting á því í jarðlögum að þetta gos hafi lagt alla byggð á svæðinu í eyði, eins og haldið er fram á bls. 93, eða er þessi staðhæfing að mestu byggð á vitnisburði ritaðra heimilda? Þetta kemur ekki nógu Ijóst fram í umfjölluninni. Kaflinn um Brúardali og nágrenni er mun styttri en sá um Hrafnkelsdal, enda var þar minna um byggðaleifar. Fróðlegt hefði verið að fá nánari útlistun á eðlismun þeim sem sagður er vera á byggðaleifum Hrafnkelsdals og Brúardala. Gæti meiri dreifð byggðaleifa á Brúardölum t.d. haft eitthvað með landgæði að gera? Samanburður sá sem gerður er á byggðinni í Hrafn- kelsdal og í Mikla- eða Stóradal á Grænlandi er athyglisverður, og fáum við vonandi að heyra meira um hann síðar á öðrum vettvangi. Bent er á mismun á hæð yfir sjó í dölunum tveimur, en hvaða merkingu hefur það? Gaman hefði verið að sjá kort af grænlenska dalnum með byggðaleifum merktum á til samanburðar við þá íslensku. I flestum tilfellum er ógerningur að vera viss um ástæður fyrir eyðingu byggðar sem engar ritaðar heimildir eru til um. Einu áþreifanlegu vísbend- ingar slíks gæti verið að finna í jarðlögum, t.d. í mynd uppblásturs eða
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.