Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1994, Page 1
JÓN ÓLAFSSON ÚR GRUNNAVÍK
UM VOPN FORNALDARMANNA
Inngangur og eftirmáli eftir Guðrúnu Asu Grímsdóttur
Inngangur
Ritgjörð Jóns Ólafssonar úr Grunnavík sem hér fer eftir er á hálfu öðru
blaði í eiginhandarriti í safni Konunglegu Vísindaakademíunnar í Stokk-
hólmi, Kongelige Vitterhets, Historie och Antikvitets Akademien. Ókunn-
ugt er hvernig blöðin bárust til Svíþjóðar, en komist var á snoðir um rit-
gjörðina eftir vélritaðri skrá Jóns Samsonarsonar yfir íslensk handrit í Sví-
þjóð; sú skrá er varðveitt á Árnastofnun. Blöðin með ritgjörðinni eru varð-
veitt í „Till Sveriges fornháfder. Samlingar af Liljegren" undir undir safn-
markinu: KVHAA. H. 3 B. II bl. 38.
Höfundur ritgjörðarinnar, Jón Ólafsson, fæddist á Stað í Grunnavík við
Jökulfirði sumarið 1705, lærði í Víðidalstungu og á Hólum, var síðar skrif-
ari og lærisveinn Árna Magnússonar prófessors í Kaupmannahöfn 1726-
30 og eftir það sískrifandi, lengstum við Árnasafn, hann lést vorið 1779 í
Kaupmannahöfn. Um ævi hans og verk er helst að lesa í doktorsriti Jóns
Helgasonar: Jón Olafsson frá Grunnavík (Safn Fræðafjelagsins V). Kh. 1926. í
ritkorninu Hræringur úr ritum Grunnavíkur-Jóns (Rvk. 1994) er ennfremur
lítilsháttar samantekt: „Um Jón Ólafsson úr Grunnavík."
Fátt er til prentað eftir Jón Ólafsson, en margir lærðir menn hafa notfært
ritsmíðar hans sér til góða í eigin ritum og útgáfum, einkum efni úr hinni
viðamiklu óprentuðu orðabók hans sem er í eiginhandarriti í níu bindum í
AM 433 fol. Úr orðabókinni notaði til að mynda Ólafur Davíðsson margt
um íþróttir og leiki í öðru bindi rits síns um íslenskar skemmtanir, og í
inngangi segist hann hafa grætt langmest á skrifum Jóns af öllum heimild-
um um þessi efni.' Ritgjörð frá hendi Jóns „Nöfn á íslenskum skipum"
hefir Jón Helgason birt á prenti/ í eiginhandarriti í AM 434 fol. er ritgjörð
eftir Jón að nafni: „Um fornmanna hauga nokkra, kumla og dysjar á ís-
landi og í Norvegi." Ætti sú ritgjörð skilið að verða prentuð sérstök með
eigin handbragði Jóns. Finnur Magnússon hafði hana til hliðsjónar í yfirliti
sínu yfir fornmenjar á íslandi og Kristian Kálund notaði hana óspart í ís-