Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1994, Page 5
UM VOPN FORNALDARMANNA
9
AD CAPUT DE ARMATURA VETERUM.
UM VOPN FORN-ALDAR MANNA.
Um höfuðið
1. Hlífar, proprié sic dictæ, seu tegumenta Corporis [eiginlega svo kallaðar
eða búnaður líkamans].
1. ) Hjálmur. Líkur hettu með upphleyptum garði í kross á hverjum efst
upp yfir hvirflinum var oft lítill hringur, sem í mátti binda skúfa og annað
þessháttar. Eður efst á honum hefur verið gjörður lítill fugl, eður annað
insigne [teikn], sem stundum umgetur í sögunum. Skyggnið var sem der á
hettu, og þar í skrúfuð nefbjörgin nærst við kollinn. So var á þeim hjálmi
sem eg sá fyrrum circa 1720- til 1726 í Víðidalstungu (sem og önnur her-
klæði, er hér um getur síðar) og nú (1753) eru í eign Bjarna Halldórssonar
sýslumanns á Þingeyrum. Nefbjörgin var ferköntuð og aflöng, gjörð til að
skýla nefinu fyrir höggum og andlitinu. Innan í hjálminum voru negldar
skinnplötur, og þar í festar hálfkringlóttar járn-plötur með þremur götum
eður fleirum, efst uppi til að heyra í gegnum og festa við skinn-fóðrið, sem
var innan undir hjálminum innan verðum. Þær plötur munu hafa átt að
hlífa við höggum, beggja megin á hálsinn og hnakkann.
2. ) Stál-húfan mun forðum hafa verið upphá, að öðru meina eg hún hafi
slétt verið, því engva slíka hervopna stálhúfu hefi eg séð. Sturl(unga)
s(aga) getur þess, að Sighv(atur) bar eina á höfði.
3. ) Storm-hattur var og í Víðid(als)tungu, hafði uppháfa rönd langs
fram og aftur á kollinum. Börðin stóðu út og niður, með nokkuð þykkum
baug, eður ávalri kló á hattbarðinu eður röndinni. Þetta var ei alls ólíkt
ofanflettunr hatti.
Um búkinn
3. Brynjan hefurforðum verið tvennslags:
1. ) Spangabrynja með lömum í völtrum fyrir liðamótunum. Þó kannske
hafi mátt stinga (id est [það er] leggja) milli spanganna með oddmjóum
spjótum, hafi þær ei samfelldar og þéttar verið.
2. ) Hringabrynja. Þar var ein í Víðidalst(ungu) sem lögmaður P(áll)
Víd(alín) (er þessi þing átti) sagði átt hafa Björn Guðnason, sem bjó í Ögri
við Isafjarðardjúp, og lifði stuttu fyrir reformationem [siðskipti] hér um
1500, því hann átti í þrætum við Stefán biskup í Skálholti. Brynja þessi var