Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1994, Page 11
UM VOPN FORNALDARMANNA
15
Fremri hyrnan [þar ofan við er skrifað:] hún er sögð íslensk alin
fyrir munnann
Eptri hyrnan
Fetinn
Augað
Skaptið [ogþarfyrir neðan stendur:] mun vera 3 alnir á lengd að vísu.
A neðri hluta axarsniðsins hægra megin á blaðinu sýnist Jón hafa hrip-
að um efni óskylt fornum vopnum: „Jesper Trane fick eijen skipp hen ved
Börsen naar eller hvilken dag han reiser."
Ekki er annað sýnna en lýsingar á Grundarsverðinu og hringabrynju í
vopnaritgjörð Jóns Ólafssonar og öxi þeirri, sem er á blaðsniðinu sem fylg-
ir haugaritgjörð hans, komi að nokkru heim við eftirfarandi lýsingu á forn-
leifum í Ferðabók Eggerts Ólafssonar og Bjarna Pálssonar:
En 0xe, eller Hellebard, viises paa Skalholt, og berettes at være Remmeggia, som den
Helt Skarphedin eiede. ... 0xen er meget formindsket og bortrustet; Skaftet er af
Rodegran, 3 1/4 Alne langt og beslaget med Jærn. Paa Hlidarenda viises 2de Sværde
og et Spyd. Ved Sværdene er intet besynderligt: De ere begge liige store og eens-
dannede, klingeme meget forrustede, 11/2 Alen lange og 2 Fingre breede. Skaftet er
henved 1 Fod langt, og Haandfanget paa det eene belagt med Messing, men paa det
andet overtrukket med Skind. J Stedet for Stikplade have de et fremboiet, 1 Finger tykt,
Jærn med runde Knapper paa begge Ender. ... En meget beskadiget Ringebrynie for-
vares ogsaa paa bemældte Sted: Den er todobbelt, det er, bestaaende af to og to flade
Jærnringe foiede i hverandre. Omkring Halsen er den eengang saa tyk, og ikke viidere,
end at den kan passe en middelmaadig Karl uden over Klæderne.
Öxin sem Eggert Ólafsson nefnir var í Skálholti á tíð Jóns biskups Vída-
líns, sem sendi hana eða færði Peder Raben stiftamtmanni í skip hans, Sjó-
riddarann, er lá við festar í Hafnarfirði sumarið 1720 og komst öxin þá til
Danmerkur ásamt 17 eða 18 fornum minnishornum dómkirkjunnar í Skál-
holti. A tíð Jóns biskups Arnasonar, eftirmanns Jóns biskups Vídalíns,
voru 14 minnishorn og öxin, sem þótti „som en Bardix [einsog stríðsöxi]"
send aftur til íslands eftir nokkurt þrefÓ í Skálholti var öxin á tíð Stein-
gríms biskups Jónssonar sem teiknaði hana og er sú mynd birt ásamt skýr-
ingu í Arbók Hins íslenzka fornleifafélags 1893." Þar segir að Grímur Thorke-
lín hafi fengið öxina árið 1804, og talið er líklegt að hún hafi orðið eldi að
bráð árið 1807, og er það í stíl við hina annálsverðu Njálsbrennu árið
1010." Ókunnugt er um afdrif annarra vopna sem hér hafa verið nefnd, en
einhver vopn hafa víst sokkið í ósjó á Breiðafirði með Eggerti Ólafssyni 30.
maí 1768, en með honum fórust fornar bækur og gripir, jafnvel arngeir
Gunnars á Hlíðarenda.'
Vopnalýsingar Jóns Ólafssonar Grunnvíkings og Eggerts Ólafssonar
sýna áhuga 18. aldar lærdómsmanna á arfsögnum um uppruna vopna