Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1994, Page 42
46
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
Viðey. í ljósi þess að kirkjan er tímasett til miðalda og með tilliti til stefnu
þessara rústa, má reikna með að nýfundnu rústabrotin og miðaldakirkjan
séu frá sama tíma, að öllum líkindum tíma klausturhalds í Viðey. Þarna er
að mati greinarhöfundar annað byggingaskcið búsetu í Viðey hafið.
Umhverfis miðaldakirkjuna og núverandi kirkju, sem byggð var á sama
stað, er kirkjugarður. Grafir hans virðast vera frá tveimur tímaskeiðum;
annars vegar þær sem sneru eins og kirkjurústin, þ.e. austur/vestur,'1 og
hins vegar grafir með sömu stefnu og núverandi kirkja, þ.e. norðaust-
ur/suðvestur. Síðari grafirnar voru teknar í gegnum miðaldakirkjurústina
og eru að öllum líkindum frá 17. öld og síðar.
Yfir nýfundnu rústabrotin og skálann hefur seinna verið byggt stórt og
reisulegt hús en leifar þess ná eftir endilöngu rannsóknarsvæðinu. Það
hús tengist búrinu og ónstofunni og tilheyrir byggingaskeiði 3. Búrið gæti
þó verið eldra V Líklegt er að þetta séu húsarústir frá því að hospital og bú
var rekið í eynni uppúr aldamótunum 1600 fram á miðja 18. öld. I úttekt-
um frá 1701 segir að skáli hospitalsins hafi verið 18 stafgólf og að þar hafi
hospitalslimirnir haft rúm sín. Þetta hefur því verið talsvert stórt hús og
kemur það mjög vel heim og saman við fornleifarnar.7 Rekstur hospitals-
ins hefst rúmum 50 árum eftir að klausturlifnaður lagðist endanlega af.
Líklegt er því að húsin hafi verið endurbyggð við stofnun hospitalsins því
íslensk hús úr torfi og grjóti, eins og húsin í Viðey, stóðu sjaldnast uppi
lengur en nokkra áratugi.
Síðar meir hafa verið gerð göng í gegnum norðurvegg hospitalsins og
húsinu breytt í gangabæ. Hefst þá byggmgaskeið 4 í Viðey. Göngin hafa enn
ekki verið rannsökuð að fullu en þau rjúfa vegginn fyrir u.þ.b. miðju. Búr
og ónstofa hafa líklega verið endurbyggð og notuð áfram. Gangabærinn
er að öllum líkindum frá tímum Skúla Magnússonar en hann flutti til Við-
eyjar um miðja 18. öld. Fundir í göngum gangabæjarins benda eindregið
til þessarar tímasetningar. Þar er helst að nefna múrsteins-74 og krítarpípu-
brot. A því svæði sem opnað var sumarið 1994 hefur, eins og áður sagði,
nyrðri hluti gangabæjarins verið að koma í ljós rétt undir yfirborði (11.
mynd). í rituðum heimildum frá tímum Skúla er getið um stóran torfbæ,
sem staðið hafi á rústum klaustursins. Þá er einnig getið um tvö fjós og
hesthús" þannig að reikna má með að í gangabænum hafi fylgdarfólk
Skúla búið, þ.e. það sem sá um rekstur býlisins, en hann sjálfur búið í Við-
eyjarstofu.
Stefna húsarústanna í Viðey er athygliverð. Hin stóra rúst hospitalsins
hefur sömu stefnu og skálarústin, sem líklega er frá tímum heiðni eða
frumkristni, þ.e. norðaustur/suðvestur. Þessi stefna helst síðan eftir hospi-
taltímann því Viðeyjarstofa og núverandi kirkja hafa sömu stefnu. Húsin