Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1994, Síða 66
70
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
fjórum þessara mynda, Þingvallamyndunum, hvernum og yfirlitsmynd-
inni frá Isafirði. Sá munur er á þessum stereóskópmyndum og flestum
öðrum að sjónarhorn myndanna er hið sama. Sömu gallar eða skemmdir í
glerplötunum koma fram á báðum myndunum. Hér eru því á ferð tvær
eins myndir límdar upp hlið við hlið eins og um stereóskópmyndir væri
að ræða.
Varðveist hefur leiðbeiningabók í ljósmyndun úr fórum Sigfúsar, Fuld-
stændig Veiledning i praktisk Fotografi eftir L. G. Kleffel, gefin út í Kaup-
mannahöfn 1865. Líklegt hlýtur að teljast að sú bók hafi fylgt Sigfúsi þegar
hann kom heim. I bókinni er að finna ítarlegan kafla um stereóskópmynd-
ir og frágang þeirra, þannig að Sigfúsi hefði ekki átt að vera neitt að van-
búnaði við gerð slíkra mynda.' Hins vegar virðist hann ekki hafa nýtt sér
þann fróðleik við töku þessara mynda.
Engar heimildir geta þess að Sigfús hafi haldið slíkri framleiðslu áfram
eða auglýst stereóskópmyndir síðar á starfsferli sínum. Það kann að benda
til þess að takmarkaður markaður hafi verið fyrir þessa framleiðslu á ár-
unum um 1870. I Ljós- og prentmyndasafni Þjóðminjasafns eru þrjár
stereóskópmyndir teknar við vígsluna á styttu Bertels Thorvaldsens á
Austurvelli 1875.4 Þær eru ómerktar með öllu, hvorki getið ljósmyndara
né myndefnis. Þessar myndir eru sama marki brenndar og myndir Sigfús-
ar, þ.e. tvær nákvæmlega eins myndir eru límdar upp hlið við hlið eins og
um stereóskópmyndir væri að ræða. Á þeim árum var stétt ljósmyndara á
Islandi fáliðuð og Sigfús einn starfandi í Reykjavík, þannig að vísast eru
þessar myndir frá 1875 einnig hans verk.
IV. Blómntími stereóskópmyndanna
Þegar aldamótin runnu upp með þeirri geislandi bjartsýni og framfara-
hug sem þeim fylgdi rann einnig upp blómaskeið stereóskópmynda á ís-
landi. Margir ljósmyndarar komu þar við sögu. Nefna má Bárð Sigurðs-
son, Björn Pálsson, Carl Ólafsson, Eirík Þorbergsson, Lárus Gíslason,
Magnús Gíslason, Magnús Ólafsson og Pétur Brynjólfsson. Nokkrar
stereóskópmyndir eftir þá alla eru varðveittar í helstu myndasöfnum
landsins.
I Þjóðminjasafninu eru alls 952 stereóskópmyndir, innlendar og erlend-
ar. Þar af eru innan við tíu myndir eftir hvern og einn íslenskra atvinnu-
ljósmyndara nema Magnús Ólafsson og Carl Ólafsson og ónefndan ljós-
myndara, sem á syrpu stereóskópmynda frá því um 1930. Myndir Magn-
úsar eru um 37% af þeim stereóskópmyndum, sem varðveittar eru, en