Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1994, Blaðsíða 74

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1994, Blaðsíða 74
78 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS störfum og smíðum í Mývatnssveit á árunum 1905-17, en í minna mæli eftir það. Sérstaða hans felst aðallega í vali á myndefni. Myndir hans eru einstæðar þjóðháttafræðilegar heimildir. Þær eru aðallega teknar í heima- byggð Bárðar, Mývatnssveit, en einnig víðar um land. Það eru þó mynd- irnar úr hans heimahéraði sem skapa honum sérstakan sess; myndir af fólki við dagleg störf, í tómstundum og við hátíðahöld. Bárður hefur verið einn af hópnum og því er í þessum myndum návígi við viðfangsefnin, sem er fágætt í ljósmyndum frá þessum tíma. Sjálfur lýsir Bárður ljósmyndastörfum sínum þannig: „Ljósmyndir hefi jeg tekið í hjáverkum til gagns og gamans. Lítið tek jeg af mannamyndum, en allmikið safn á jeg nú af útsýnis- og tækifærismyndum frá ýmsum stöðum hjer á landi. Hefi búið til og selt talsvert af rúmsjármyndum (stereoskop) og svo skuggamyndum og vjelar til að sýna þær með."4' Bárður hefur aðallega tekið stereóskópmyndir á árunum 1906-15. I skrá yfir myndatökur hans, sem hann hefur sjálfur haldið, eru skráðar 134 stereóskópp 1 ölur. Athygli vekur að líkt og Magnús notar Bárður stereó- skópmyndir sínar einnig til skuggamyndasýninga.41 Um 1915 virðist aðalskeið stereóskópmynda hérlendis á enda runnið. Erlendis virðist þessi myndgerð aldrei hafa liðið undir lok. Nýjar mynda- vélar fyrir þær hafa haldið áfram að koma á markað. Hér virðist þessi myndgerð verða vinsæl á ný í stuttan tíma um 1930. Tæplega 60 slíkar myndir eru í Þjóðminjasafni eftir óþekktan Ijósmyndara." Nokkrar stereó- skópmyndaplötur eftir Jón J. Dahlmann frá svipuðu tímabili eru varðveitt- ar í safni hans í Þjóðminjasafni.' Meðal áhugaljósmyndara virðist þessi myndgerð einnig hafa haft tölu- verða útbreiðslu og eru nokkur dæmi þess í Ljós- og prentmyndasafni. Þar ber hæst myndir Rudolphs Craner, en hann var danskur landmæl- ingamaður, sem hér starfaði um árabil. Tæplega 200 stereóskópmyndir eftir hann úr ferðum hans til íslands eru til í safninu.1" Einnig eru minni myndasyrpur þessarar gerðar komnar frá öðrum áhugaljósmyndurum. Helsta nýjung í gerð stereóskópmynda á þessari öld hérlendis kom ein- mitt fram hjá einum þeirra. V. Liturfærist yfir stereóskópmyndir Sá áhugamaður, sem flestar stereóskópmyndaplötur eru til eftir í Þjóð- minjasafni er Sigurður Tómasson úrsmiður (1893-1980). Sigurður lærði úr- smíðar í Reykjavík frá 1908-12. Hann vann síðan við þá iðn í Reykjavík og á Eyrarbakka til 1916 er hann fór til framhaldsnáms í Þýskalandi. Sigurður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212
Blaðsíða 213
Blaðsíða 214

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.