Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1994, Blaðsíða 85
KVÖLDMÁLTÍÐ AÐ STÓRA-ÁSI
89
sínum. Nefndin útbjó spurningalista eða umburðarbréf sem munu hafa
verið send um allar lendur Danakonungs. Af ýmsum orsökum sem ekki
verða nánar raktar hér stóð lengi á svörum frá Islandi. Það var ekki fyrr en
1816 að Finnur Magnússon fornfræðingur og leyndarskjalavörður í Kaup-
mannahöfn tók sæti í nefndinni að hjólin fóru að snúast. Rúmum áratug
eftir að nefndin tók til starfa mátti sjá árangurinn í svarbréfum frá íslensk-
um prestum. Prestaskýrslurnar, sem eru hátt á annað hundrað, eru flestar
frá árunum 1817-1823. Finnur hafði áður ritað einskonar skýrslu um mik-
ilsverðar fornminjar á Islandi eftir að hann ferðaðist um Island sumarið
1816, „Udsigt over mærkelige Oldsager i Island."3 Skýrsluna virðist hann
hafa samið fyrir fornleifanefndina, með friðun fornminja í huga, enda
friðaði nefndin 10 íslenskar fornleifar strax vorið 1817.4 Telja ber þá
ákvörðun tímamót í íslenskri menningarsögu. Næstu áfangar teljast svo
árið 1863, þegar Forngripasafnið er stofnað á íslandi, þá stofnun Fornleifa-
félagsins 1879 og svo árið 1907, þegar loks eru sett lög um verndun forn-
minja á tímum heimastjórnarinnar. Þá voru fleiri minjar friðaðar, sett lög
um skrásetningu forngripa, þar á meðal kirkjumuna og útflutningur á
þeim bannaður.
Greinargerð fomleifanefndarinnar á fyrri hluta 19. aldar var meðal ann-
ars lögð til grundvallar við öflun safngripa frá íslandi fyrir hið nýstofnaða
forngripasafn í Kaupmannahöfn. Mun biskup hafa haft milligöngu um
flutninga á gripunum til Kaupmannahafnar, og voru þeir ýmist gefnir eða
seldir fornleifanefndinni. Skýrslurnar voru síðan varðveittar í Kaupmanna-
höfn og voru í heild lítt þekktar, þó einstaka fræðimenn munu hafa notað
þær í ritum sínum. Matthías Þórðarson þjóðminjavörður fékk þær lánaðar
til íslands árið 19275 og höfðu íslenskir fræðimenn þá not af þeim, einkum
á sviði þjóðsagnarannsókna. Skýrslurnar voru ljósmyndaðar áður en þeim
var skilað aftur og mun Kristján Eldjárn hafa notað þær við fornleifarann-
sóknir sínar. Loks voru skýrslurnar gefnar út af Stofnun Árna Magnús-
sonar á Islandi árið 1983 með ítarlegum formála og skýringum Svein-
björns Rafnssonar og Guðrúnar Ásu Grímsdóttur. Þær eiga vísast eftir að
gagnast fræðimönnum á mörgum sviðum íslenskrar menningarsögu.
b) Söfnun og skráning Matthíasar ÞórÖarsonar
Matthías Þórðarson kom til starfa við forngripasafnið 1907 á miklum
umbrotatímum í sögu safnsins og fornminjavörslunnar. Hann var fyrst
ráðinn sem aðstoðarmaður Jóns Jakobssonar, en síðan settur til þess að
hafa umsjón með safninu í ársbyrjun 1908, þegar Jón varð landsbókavörð-
ur. Fyrsta júlí sama ár var hann skipaður fornminjavörður samkvæmt nýj-
um lögum um friðun og varðveislu fornminja í landinu og jafnframt for-