Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1994, Blaðsíða 97
KVÖLDMÁLTÍÐ AÐ STÓRA-ÁSI
101
V
Gátan um altaristöfluna gömlu í Stóra-Asi verður ekki leyst hér og nú,
til þess eru of margir endar lausir. Ljóst er þó að hún er máluð í anda 17.
aldar, áður en smekkur barrokktímans varð allsráðandi. Vel má hugsa sér,
að hún hafi verið máluð í Norður-Evrópu snemma á 17. öldinni, þar sem
tískustraumar listarinnar bárust þangað síðar frá syðri löndum álfunnar.
Hún er fagmannlega unnin, bæði málverkið, og frágangurinn á eikarfjöl-
unum, og því allar líkur á að hún sér erlend. Minnið er alþekkt mynd eftir
Peder Candid, sem þrykkt var fyrir aldamótin 1600 og mikið notuð sem
fyrirmynd af kirkjumálurum í Danmörku og Slésvík-Holtsetalandi alla 17.
öldina.
Þetta gæti verið taflan, sem Jón Árnason biskup skráir í Húsfellskirkju
1725. Vængurinn með Lúkasarmyndinni kynni að vera hluti af yngri töflu
íslenskri, sem gerð hafi verið fyrir Áskirkju löngu síðar, og fram kemur
þar í vísitasíum 1751. Sú tafla kann síðan að hafa orðið að víkja fyrir
„mynd af kristalli" árið 1790. Glermyndin virðist alveg glötuð, og væng-
urinn þá einn eftir af þessari gömlu íslensku töflu.
Olíumyndin á striga sem kirkjan eignaðist 1880 er nákvæm eftirmynd,
en mun minni, af hinu mikla málverki prófessors Carls Bloch sem hann
málaði fyrir Jakobskirkju í Kaupmannahöfn 1877 og sýndi opinberlega í
Charlottenborgarhöll það sama ár. Getum má að því leiða, að annað hvort
hafi málarinn verið nemandi á Listaháskólanum á þessu tímabili, eða læri-
sveinn á verkstæði meistarans, Carls Bloch.
Hvernig þessar myndir bárust kirkjunni er hins vegar á huldu eins og
svo margt annað í menningar- og kirkjusögu landsins. En viðbúið er, að
ýmis svör leynist enn á kirkjuloftum víðsvegar um landið, og þó einkum
upplýsingar í gömlum skjölum kirknanna.
Tilvísanir
1. Árbók Hins íslenska fornleifafélags 1989, Rv. 1990, bls. 13-14.
2. Lovsamling for Island VII, Kh 1857, bls. 131-133.
3. Prentuð í Frásögur um fornaldarleifar, Rv. 1983, bls. 615-639.
4. Frásögur um fornaldarleifar, bls. xvii-xviii.
5. Matthías Þórðarson: Þingvöllur, Rv. 1945, bls. 19.
6. Þjóðskjalasafn, Prófastsvísitasía Stóra-Áskirkju 1880, AA 11 1872-1883.
7. Danmarks kirker 27, Nationalmuseet Kh. 1993, bls. 2719.
8. Danmarks kirker 27, bls. 2718 og víðar.
9. Kirke og Kunst i 100 ár, Kh. 1990, bls. 46.
10. Carl Reitzel: Foretegnelser over danske kunstners arbeider pá de ved Det kgl.
Akademi for de skjonne kunster afholdte Charlottenborg-udstillinger 1807-1882, Kh.
1883, bls. 47.