Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1994, Blaðsíða 102
106
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
sem myndar grundvöll eða uppistöðu doktorsritgerðar, og þeim niður-
stöðum, sem settar eru fram. I fljótu bragði kann einhver að láta sér til
hugar koma, að niðurstöður skipti hér meginmáli og séu í raun það eina,
sem reyna þarf - staðfesta eða afsanna. Standist niðurstöðurnar mat, reyn-
ist þær trúverðugar, haldgóðar og traustar, kann einhverjum að virðast
sem minna máli skipti, hvernig að þeim var komist. Svo er þó í raun alls
ekki. í doktorsritgerð sem og öðrum rannsóknarritum er sjaldnast mögu-
legt að greina á milli aðferðar og niðurstöðu, hvort tveggja verður að
prófa í ljósi hins. Sérhverja niðurstöðu verður að sannreyna í ljósi þeirrar
aðferðar, sem beitt var við sköpun hennar. Niðurstaða verður aldrei traust-
ari en trúverðugleiki þeirrar rannsóknaraðferðar, sem leiddi hana í ljós,
gefur tilefni til. Doktorsgráða kandídats hvílir heldur ekki aðeins á þeim
niðurstöðum, sem hann kynnir. Honum er ekki síður veitt nafnbót fyrir
það, að hann hefur sýnt sig til þess færan að framkvæma verk af ákveðnu
tagi, er stenst ákveðnar kröfur. Þetta verður ef til vill hvergi augljósara en í
ýmsum greinum hugvísinda, þar sem efniviður og rannsóknarverkefni er
oft með þeim hætti, að ekki verður að því gengið og mæling framkvæmd
eða tilraun gerð til að kanna niðurstöðu. Vísindagildi rannsóknarrita í
hugvísindum hvílir því að verulegu leyti á þeim vinnubrögðum, sem þau
endurspegla, þeim aðferðum, sem beitt er við samningu þeirra og þeirri
sýn á viðfangsefnið og umhverfi þess, sem gengið er út frá. A þessu tel ég
fulla þörf að vekja athygli í upphafi, þar sem ég mun í máli mínu hér á eft-
ir beina athygli mun meira að aðferðum og vinnubrögðum Arna Björns-
sonar, eins og þau blasa við í fram lögðu riti hans, en því efni, sem hann
kynnir í því eða þeim niðurstöðum, sem hann kemst að.
Bakgrunnur
Aður en mögulegt er að meta vísindagildi framlagðs rits, er nauðsyn-
legt að gera nokkra grein fyrir eðli þess sem og þeim forsendum, er gengið
verður út frá við eftirfarandi mat.
í inngangi að Sögu daganna lýsir Árni Björnsson m. a. markmiðum sín-
um með ritinu með eftirfarandi hætti: „Henni (Sögu daganna) er ætlað að
vera aðgengileg handbók fyrir hvern sæmilega læsan mann en standast
eigi að síður fræðilegar kröfur." (Árni Björnsson: Saga daganna, Reykjavík
1993, bls. 10) Með þessum hætti skipar hann bókinni í ört vaxandi flokk
rita, sem hafa rutt sér mjög til rúms á íslenskum bókamarkaði á undan-
förnum árum. Ritum af þessu tagi hefur ekki hvað síst farið fjölgandi á
sviði íslenskra fræða, sögu og menningar.
Hér á eftir verður aðeins leitast við að meta, hvernig höfundinum hefur
tekist að ná hinum fræðilegu markmiðum sínum, það er að kanna, hversu