Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1994, Page 103
SAGA DAGANNA
107
2. mynd. Hjnlti Hugason. Ljósm.: Guölaugur Tryggvi Karlsson. Skjalasafn Háskóla
Islands.
vel rit hans standist fræðilegar kröfur. Það kemur hins vegar í hlut ann-
arra að meta, hversu honum hefur tekist að ná hinum alþýðlegu eða al-
mennu markmiðum sínum. I raun má segja, að sá dómur hafi þegar verið
kveðinn upp og kemur hann best fram í því, hversu vel bókinni hefur ver-
ið tekið á bókamarkaðinum og hvert orð fer af henni meðal almennings.
Hið sama kemur fram í því, hversu fjölsótt þessi athöfn er, en það sýnir,
að almenningur lætur sig þetta rit miklu skipta og kýs að fylgjast með við-
tökum þess, jafnvel á þeim sérhæfða vettvangi, sem hér er um að ræða.
Saga daganna hefur þegar getið sér orð sem aðgengilegt og upplýsandi rit
um siði og venjur, er tengjast hátíðar- og tyllidögum íslendinga og þar
með mikilvægum þætti í þjóðmenningu þeirra frá fornu fari til þessa dags.
- En víkjum þá að hinni fræðilegu hlið verksins.
Rit, sem ætlað er að þjóna tvíþættu hlutverki með fyrrgreindum hætti,
eru oftar en ekki yfirlitsrit, sem taka fyrir víðtæk efnissvið eða spanna löng
tímabil eftir því, sem við á. Þá eru rannsóknir þær, sem byggt er á við
samantekt þeirra, oft afleiddar rannsóknir, það er heimfærsla og tenging á
niðurstöðum fyrri rannsókna (höfundar eða annarra fræðimanna) á af-
mörkuðum, sértækum viðfangsefnum. Varðandi efnisþætti, þar sem slík-