Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1994, Page 106
110
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
hendi, það er feli í sér sjálfstæða nýsköpun. Alþýðlegum fræðiritum er
oftast aðeins ætlað að miðla þegar viðtekinni þekkingu.
Tilvísanir til heimilda og hjálpargagna: í rannsóknarritum er mikilvægt, að
ítrustu nákvæmni sé gætt við tilvísanir til heimilda og hjálpargagna með
tilvísunum og skrám. Slík vinnubrögð eru oft sniðgengin í alþýðlegum
fræðiritum.
Framsetning efnis: í fræðilegum rannsóknarritum er jafnan nauðsynlegt,
að efni sé sett fram með skýrum, afdráttarlausum og nákvæmum hætti.
Alþýðleg markmið mega ekki móta stíl og orðfæri með þeim hætti, að
framsetning verði ónákvæm, krefjist umfangsmikillar túlkunar af lesanda
eða glati nákvæmni vegna stílbragða eða skáldlegra tilþrifa, sem oft
kunna að vera kostir á alþýðlegum ritum.
Urvinnsla efnis, skýringar og túlkanir: I rannsóknarritum er mikilvægt, að
efnistök séu ekki aðeins lýsandi, heldur sé einnig unnið úr efni með gagn-
rýnum og greinandi hætti, vafaatriði af ýmsu tagi skýrð og efni túlkað út
frá líkönum eða forsendum, sem grein hefur verið gerð fyrir, eftir því, sem
þörf er á. í alþýðlegum ritum er oft látið nægja að setja upplýsingar fram
með skipulegum hætti.
Hlutfall fmmrannsókna og afleiddra rannsókna: í rannsóknarritum verður
að vera hægt að meta að hversu miklu leyti rit byggja á frumrannsóknum
höfundar sjálfs og að hve miklu leyti hann byggir á rannsóknarniðurstöð-
um annarra eða því, sem hér hefur verið nefnt afleiddar rannsóknir. Þetta
kemur sérstaklega til álita í ritum, er fjalla um víðtæk viðfangsefni og eru
að verulegu leyti yfirlitsrit eða handbækur. Alþýðleg fræðirit byggja oft
alfarið á afleiddum rannsóknum.
Alyktanir: I rannsóknarritum er mikilvægt að niðurstöður séu settar
fram með skipulegum hætti og að ályktanir séu dregnar af þeim eftir því,
sem afmörkun viðfangsefnis, rannsóknaraðferðir og efnistök höfundar
gefa tilefni til. Þá er kostur, að höfundur dragi fram, hvað hann telur nýtt í
niðurstöðum sínum, hverju þær bæti við fyrri þekkingu á sviðinu og
hvernig nýta megi sér niðurstöður í áframlraldandi rannsóknum. Þetta á
oft(ast) ekki við í handbókum og almennum ritum, sem ætluð eru breið-
um lesendahópum.
Alþýðleg fræðirit, er samin hafa verið fyrir íslenskan almenning, hafa
löngum verið þannig úr garði gerð, að vart hefur verið mögulegt að taka
þau til kerfisbundins mats út frá þeim viðmiðum, sem hér hafa verið gerð
að umræðuefni. Á það atriði ekki síst við um rit, sem samin hafa verið
sem handbækur og jafnvel verið byggð upp sem uppsláttarit, líkt og bók
sú, sem hér er til umfjöllunar. Til dæmis má benda á, að í slíkum ritum,
töldu höfundar sér það furðu lengi til tekna, að þeir vísuðu ekki til heim-