Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1994, Page 111
SAGA DAGANNA
115
inu, er hann kveðst einkum munu huga að hvaða verkanir náttúra, atvinnu-
hættir og samfélagsgerð höfðu á það hvernig þjóðin gerði sér dagamun.
Efnisöflun
Rit Arna Björnssonar hvílir á mjög umfangsmikilli efnisöflun og má
ætla, að sú mynd, sem hann dregur upp af viðfangsefnum sínum sé
traust. Kynning hans á efninu bætir því ekki aðeins við þekkingu almenn-
ings heldur einnig lærðustu sérfræðinga á sviðinu.
Það vekur athygli, hversu umfangsmikið og fjölbreytt innlent heimild-
arefni Árni Björnsson hefur hagnýtt sér. Hann hefur að því, er virðist, þurr-
ausið upplýsingar íslenskra fornrita á viðkomandi sviði. Hér skiptir
miklu, að hann hefur ekki aðeins notað þekktustu heimildaflokkana, ætt-
arsögur og konungasögur, heldur einnig samtíðarsögurnar, biskupasögur
og Sturlungu, en ætla verður upplýsingar þeirra varðandi hátíðahald og
annars konar tilhald varðandi merkisdaga ársins séu sérlega traustar, þótt
þær hafi oft verið sniðgengnar eða sérstöðu þeirra ekki verið nægilegur
gaumur gefinn. Þá er og til fyrirmyndar, hvernig Árni Björnsson notfærir
sér efni laga, dómabóka og fornbréfa. Vegna mikillar yfirsýnar sinnar yfir
eldri heimildir, hæfni sinnar við að túlka þær á trúverðugan hátt og kerfis-
bundinnar notkunar upplýsinga úr seðlasafni Orðabókar Háskóla íslands
hefur Árna Björnssyni tekist að leggja góðan grunn að niðurstöðum sínum
svo og undirstöðu að áframhaldandi rannsóknum, ekki aðeins á Islandi
heldur einnig á hinum Norðurlöndunum og víðar.
Kveðskapur að fornu og nýju er heimildaflokkur, sem Árni Björnsson
hefur nýtt sér með góðum árangri, er þar átt bæði við Eddukvæði og drótt-
kvæði sem og rímur, sálma og tækifæriskvæði af ýmsu tagi. Með þessum
hætti er einnig varpað ljósi á það mikilvæga hlutverk, sem kveðandi og
kveðskapur gegnir í íslenskum hátíðasiðum. Ætíð orkar þó tvímælis,
hvaða efni af þessu tagi skuli birt í riti og hvað skuli hagnýtt með öðrum
hætti. Að mínu mati hefur höfundur víða gengið of langt í að birta vísur
og kvæði í heilu lagi.
Höfundur sækir ekki aðeins efni til hefðbundinna heimilda, heldur not-
ar hann einnig auglýsingar og ýmis konar tilkynningar blaða og tímarita.
Slíkt efni er ekki síst mikilvægt í köflunum um mæðradag, þorra, bolludag
og páska.
Loks byggir Árni Björnsson í ríkum mæli á efni, sem safnað hefur verið
með spurningaskrám, sem sendar hafa verið út frá þjóðháttadeild Þjóð-
minjasafns frá 1960. Þetta efni er mikilsvert og myndar eina af meginuppi-
stöðum bókarinnar. Árni Björnsson þekkir bæði styrkleika og takmarkanir
þessa efnis betur en nokkur annar, þar sem hann hefur tekið virkan þátt í