Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1994, Blaðsíða 119
SAGA DAGANNA
123
í raun orkar ætíð tvímælis, hversu mikið af einstökum dæmum er
ráðlegt að taka til umfjöllunar í andmælaræðum. Hér verður þó ekki
undan því vikist, að nefna nokkra staði, þar sem fyrrgreindur veikleiki
kemur fram, til viðbótar við þá, sem þegar hafa verið nefndir. Dæmin
verða af mismunandi toga og engin trygging er fyrir því, að ég hafi valið
þau heppilegustu.
Ég vil geta þess, að þér er frjálst, Arni, að bregðast við þessum dæmum
hverju fyrir sig, eftir því, sem þú telur ástæðu til.
Á bls. 74 fjallar höfundur um einföldun hátíðaársins eftir siðbreytingu.
Þar segir: „Sennilega er þessi fækkun bænadaga ... liður í þeirri viðleitni
yfirvalda að draga úr fjölda frídaga sem hófst þegar við siðbreytingu ..." Á
næstu síðu (75) segir: „Vera má líka að menn hafi séð eftir þeim gömlu
helgidögum sem af voru numdir og þótt súrt í broti að fá þennan eina iðr-
unardag í staðinn sem auk þess mátti ekki vera til neinnar veraldlegrar
gleði." I sjálfu sér skal engu mótmælt, sem hér segir. Það er hins vegar
óskiljanlegt, hvers vegna höfundur lætur þess ógetið, að auðvitað á fækk-
un helgidaga eftir siðbreytingu sér fjölþættari skýringar, en hér er látið að
liggja. Við sama tón kveður hjá höfundi á bls. 105.
Á bls. 94 er fjallað um inntak uppstigningardags. Þar viðhefur höfund-
ur þau ummæli, að víða í Evrópu hafi menn „... nýtt sér himnaflug Krists
til gagns og gamans." Á sama stað er vikið að íslenskum helgimyndum
um atburð dagsins og látið að því liggja að nútímamönnum muni þykja
þær „kátlegar." I raun er ef til vill óþarfi að láta orðalag af þessu tagi fara í
taugarnar á sér, en það er ekki til prýði á fræðiriti. Það væri einnig full-
komin ástæða til að geta þess, að eldri, íslensk myndlist er ýmislegt annað
og meira en aðeins kátleg, þótt allir komist ugglaust í gott skap af sumum
bestu perlum hennar. Yfirborðslegum áhorfendum kann hins vegar að
sjást yfir ýmsar dýpri eigindir þessarar listar. Hún er til dæmis alþýðleg í
besta skilningi og vissulega væri fremur ástæða til að vekja athygli les-
anda á þeim hliðum hennar, en hinum, sem broslegar mega teljast. Á
sömu síðu (94) má raunar benda á leiðan hortitt í orðfæri, þar sem segir,
að engar spurnir séu af neinskonar „leikaraskap" í íslenskum kirkjum á
uppstigningardag, þarna vísar höfundur til gamalla helgileikja í kirkjum,
sem vissulega gátu tekið á sig nokkuð „konkret" form, en voru jafnframt
mikilvægt kennslutæki kirkjunnar meðal ólæss almennings.
Á bls. 98 tilfærir höfundur frásögu úr kristniþætti Ólafs sögu Tryggva-
sonar hinni mestu af nokkurs konar tilraunskírn tveggja kararkerlinga,
sem fram fór á heimili Síðu-Halls, áður en hann áræddi sjálfur að taka nið-
urdýfingarskírn í köldu vatni. Ég tek vissulega undir með höfundi, að frá-
sagan er „skondin." Hún kann þó að vera ýmislegt lil viðbótar við það og