Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1994, Page 142
146
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
bannsbréfsins sem ávitull á efni þess, tilefni bannfæringarinnar. Bréfið
sjálft hefur því miður ekki varðveitzt. I því hafa kórsbræður verið bornir
þungri sök um skaðræðis-kvitt, eða sóttberandi ym eða róm, eða smitnæm-
an klið. A marga vegu má snúa fyrir sér merkingu þessara orða, en hvað
sem því líður, þá er þetta harla illur rómur, og hjá orðinu pestis, sótt, skað-
ræði, er aukamerkingin illur daunn varla langt í burtu. Þannig mætti það
vel hafa verið í samræmi við höfuðregluna „Ett-ann-sjálfur" í formæling-
um, að munkur tók sig til og skráði á vegg þá ófrómu ósk eða ófarabæn
Lárentíusi til handa að hann mætti þaðan af ekki óskítandi haldast, að rass
hans fretaði jafn óhófsamlega og hann hafði áður beitt eframunnsrómi við
flutning bannsbréfsins. Að skæður rómur (rumor pestiferus) efra munns-
ins flyttist (metfóra) og yrði dito þess neðra. Víst mun munki þessum og
fleiri kórsbræðrum hafa þótt Lárentíus skíta á þá af hrópi sínu.
En þegar ekki munar nema einum staf á PEÞRI og PETRI, því einu að
opna og radda líttat við tungustöðuna T, væri ef til vildi leyfilegt að ímynda
sér munkinn glotta kuldalega að því, hve litlu munar að þarna sé einnig
dregið að erkibiskupinum. En hefði þarna staðið PETRI fullum stöfum,
þykir þeim sem nú reynir að hugsa um þetta ósennilegt að áletrunin hefði
fengið að standa óbrotin til lengdar, en það fékk hún.
Sökum þess að hér hefur ekki verið fast að rekið né kveðið fast á um sifj-
arheimkynni sagnorðsins peðra, mætti búast við að málfræðiglöggur lesari
teldi sig eiga heimtingu á skýrari aftökum um þetta en fram eru komin. Ég
er ekki viss um að hann eigi heimtingu á þessu, en vil þó gjarna svara.
Svarið er að ég ætla, að sifjarbending Ásgeirs Blöndals Magnússonar (hér
framanvið) sé mjög sennilega á réttri leið, þegar hann talar um hljóðgerv-
ing, þ.e. hljóðlíkingu „e-s sem fellur dreift" (sbr. no. peðra), orð sem ætti
bæði við „fallhljóð og hreyfingu", - en bæri í rauninni ekki eiginlega, upp-
haflega merkingu fremur en vant er um hljóðlíkingarorð. Samhengið með
cinus gefur því síðan ljósa afmörkun, við hvað sé átt. Á hinn bóginn er dá-
lítið bágt að taka því, að þetta orð sé án nokkurra tengsla við latínuorðið
sem merkir að freta, úr því að latína er hér einnig annars vegar. En auðvit-
að er, að blásin samhljóð og fráblásin mundi þurfa til þess að líkja eftir
náttúrlegum gusti (t,p,þ,f myndu virðast bjóða sig fyrst fram), og því
þyrfti e.t.v. ekki um monogenesis að tala hjá slíkum orðum. Rétt er að
skjóta því að, að einhverjum gæti virzt það veikleiki á þeirri skýringu, sem
hér er fram haldið, að lítið fer fyrir vitnum um sagnorðið eða nafnorðið
peðra frá miðöldum hérlendis og í Noregi." Ég hef ekki gert harða leit að
orðinu, en leyfi mér, meðan ekki koma fram gildar ástæður til annars, að
taka áletrunina alvarlega; viðurkenna hana sem vitnisbæra, enda þótt
hliðstæður kunni að skorta. Mér þykir sennilegt að hliðstæðnaskorturinn