Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1994, Blaðsíða 148
152
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
og í dældir; verða þá allar mishæðir líkt og innrammaðar af snjó, sem gerir
þær mjög greinilegar. Má sjá þetta á myndunum sem hér verða birtar.
Nes við Seltjörn
Nes við Seltjörn kemur ekki mikið við sögu á fyrstu öldum byggðar.
Getið er um kirkju þar um 1200 og er ljóst að Nes var þá í tölu stórbýla.
Samkvæmt Vilkinsmáldaga, 1397, var kirkjan helguð heilögum Nikulási,
sem var sérstakur verndardýrlingur sjómanna. Það bendir til að Faxafló-
inn hafi verið gullkista höfðingjanna í Nesi, en hann krafðist líka fórna.
Nú er Nes þekktast fyrir að hafa verið aðsetur landlæknis (og lyfsala) frá
1760 til 1833, og var það þá um skeið kallað Læknisnes. Eftir stendur Nes-
stofa sem minnisvarði um það tímabil, en hún var reist fyrir Bjarna Páls-
son landlækni á árunum 1761-1763.
Það mun hafa verið nokkru eftir 1970 sem því var veitt eftirtekt að á
óbyggða svæðinu vestan Nesstofu væru hringlaga myndanir. Ovíst er
hver fyrstur áttaði sig á að um mannaverk gæti verið að ræða." Björn
Rúriksson ljósmyndari veitti hringunum athygli úr flugvél 22. desember
1974, en tók þó ekki ljósmyndir af þeim fyrr en haustið 1980. Þær myndir
tókust ekki nógu vel að hans sögn. Nokkru síðar, eða 7. júní 1981, tók
Guðmundur Ólafsson deildarstjóri fornleifadeildar Þjóðminjasafns, einnig
loftmynd af svæðinu. Á henni sjást nokkrir hringir, auk fleiri rústa.' í kjöl-
farið voru þeir skoðaðir á jörðu niðri, en engar frekari rannsóknir gerðar.
Hinn 22. maí 1985 tóku Landmælingar Islands athyglisverðar loftmyndir
með innrauðri filmu af umræddu svæði, og eru margir hringarnir þar all-
greinilegir.' Síðar sama sumar, eða 25. júlí 1985, tók Björn Rúriksson aftur
myndir af hringunum og tókust þær mun betur en í fyrra skiptið. Mynd-
irnar voru teknar í kvöldsól, um kl. 23, og koma skuggar af mishæðum
nokkuð vel fram. Loks má nefna að Garðar Guðmundsson fornleifafræð-
ingur tók loftmyndir þarna 21. desember 1991, þegar jörð var alsnjóa, og
sést þar móta fyrir hringunum.
Nokkuð hefur verið fjallað um hringana í seinni tíð, einkum haustið
1993 þegar fyrsta könnunin var gerð, sem staðfesti að um væri að ræða
mannvirki frá því skömmu eftir landnám,"' og aftur vorið 1994 þegar mælt
var með jarðsjá yfir hluta svæðisins." Það vekur furðu að engum sögum
skuii hafa farið af hringunum þegar haft er í huga hversu greinilegir sum-
ir þeirra eru í túninu. Ábúendur í Nesi sögðust aldrei hafa tekið eftir þeim
og aldrei heyrt á þá minnst.
Þegar höfundar þessarar greinar unnu að jarðsjármælingunum í Nesi
vorið 1994, vaknaði áhugi þeirra á fornminjum þar, ekki síst hringunum.