Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1994, Blaðsíða 149
VETRARMYNDIR FRÁ NESI VIÐ SELTJÖRN OG LAUGARNESI
153
Það var því kærkomið en heldur óvænl, þegar í vetur gafst tækifæri til að
taka loftmyndir þær, sem hér verða birtar. Raunar var það hálfgerð tilvilj-
un að af myndatökunni varð. Fimmtudaginn 26. janúar 1995 var fyrri höf-
undur þessarar greinar að koma í flugvél til Reykjavíkur. Heiðskírt var og
sól lágt á lofti, og ofurlítil snjóföl á jörðu. Þegar flogið var til lendingar
veitti hann því athygli að sólskinið og snjórinn drógu hringana vestan
Nesstofu ótrúlega vel fram, og voru því ákjósanleg skilyrði til að ljós-
mynda þá. Ekki vannst tími til þess þann dag. Laugardaginn 28. janúar
var mjög svipað veður og var þá tekin á leigu lítil flugvél og myndir tekn-
ar yfir Seltjarnarnesi, Laugarnesi, Viðey, Þerney, Álftanesi og víðar. Flogið
var í u.þ.b. 300 m hæð í fjögurra sæta Cessna-vél frá Leiguflugi hf., TF-SIX,
og var Sveinbjörn Bjarnason flugmaður. Myndirnar tóku Þorgeir S. Helga-
son og Tryggvi Þorgeirsson á milli kl. 15:00 og 15:30, en sól var þá lágt á
lofti í suðri.
Aðaltilgangur þessa flugs var að ljósmynda þann hluta af Framnesinu á
Seltjarnarnesi þar sem hringarnir eru. Á 1. mynd er horft yfir svæðið úr
vestri, og má þar sjá hvað hringarnir koma vel fram, innrammaðir af snjó,
auk þess sem skuggar undirstrika þá enn frekar. Einnig sjást gamlir tún-
garðar, traðir og önnur mannaverk sem afmarkast á sama hátt. Ofarlega
fyrir miðju er Nesstofa og neðst til hægri Bakkatjörn og framræsluskurðir.
Túnið á miðhluta myndarinnar, þar sem flestir hringarnir eru, heitir Vest-
urtún og tilheyrir Nesi 1." Það hefur að mestu sloppið við að vera sléttað
með stórvirkum vélum. Umhverfis það er bogadreginn túngarður, og
meðfram honum liggja traðir (Nestraðir), sem mynda grunna rás í túnið."
Neðan við Vesturtúnið er Knopsborgartún' (Knútsborgartún, Kotatún),
en litla túnið til vinstri heitir Litlabæjartún. Ofan til á því eru tveir sam-
vaxnir hringir, misstórir. Túnið lengst til vinstri, norðan við beinu línuna,
heitir Langhali og tilheyrir Nesi II. Það hefur verið rækilega sléttað, og er
hætt við að þá hafi verið máðir út allir smærri drættir af yfirborðinu, en
það þýðir ekki að þar hafi engar rústir eða hringir verið. Rétt ofan við
Litlabæjartúnið virðist t.d. sjást í jaðar hrings, en norðurhluti hans hefur
trúlega náð inn á Langhalann og verið jafnaður þar út. Nokkru austar á
Langhalanum er hólbunga, þar sem talið er að hjáleigan Móakot hafi ver-
ið.“ Á njósnamyndum sem Þjóðverjar tóku af þessu svæði 2. maí 1942, má
greina á Langhalanum mishæðir sem nú eru horfnar. Þær myndir eru einn-
ig merkilegar að því leyti, að á þeim sjást gamlir túngarðar, vegir og traðir
um allt Seltjarnarnesið.1'
Á 2. mynd sést stóri hringurinn og umhverfi hans í nærmynd. Vinstra
megin við hann gæti verið gömul tröð, og þvert á hana neðst túngarður
Vesturtúnsins og Nestraðirnar. í gegnum litla hringinn efst var grafinn