Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1994, Blaðsíða 152
156
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
fram á þessa öld þúst eða stór þúfa, sem hét Hallgerðarleiði. Henni fylgdi
sú þjóðsaga að þar lægi Hallgerður grafin, þó að einnig sé til sú sögn að
legstaður hennar sé í Laugarneskirkjugarði. Þegar grafið var í þúfuna árið
1921 reyndist hún vera gjallhaugur og í honum einhver grjóthleðsla. Hall-
gerðarleiði er nú horfið undir gatnamót Kleppsvegar og Laugarnesvegar.
Laugarnes var einnig kirkjustaður frá fornu lari, en kirkjan var lögð nið-
ur árið 1794 þegar Laugarnessókn var lögð undir dómkirkjuna í Reykja-
vík. Nú er í Laugarnesinu eitthvert áhugaverðasta útivistarsvæði innan
borgarmarka Reykjavíkur, þar sem fjölbreytt náttúrufar og fagurt útsýni, í
samspiii við fornminjar sögufrægs stórbýlis, mynda samstæða heild.2"
Vegna þess hve myndatökurnar yfir Seltjarnarnesi tóku skamman tíma,
var ákveðið að kanna um leið fleiri minjastaði á höfuðborgarsvæðinu.
Teknar voru nokkrar myndir yfir Laugarnesi, og er ein þeirra birt hér (5.
mynd). Horft er til norðnorðausturs. Neðarlega til hægri sést bæjarhóllinn
með kirkjugarði og jafnvel kirkjutóft í garðinum miðjum, sbr. jarðsjármæl-
ingu sem gerð var 1993.2' Norðan við kirkjugarðinn er gamall matjurta-
garður, en undir honum eru trúlega rústir Laugarnesbæjarins forna, sbr.
áðurnefnda jarðsjármælingu. Vestan við hólinn koma vel fram beðaslétt-
umar gömlu, sem eru dæmigerðar fyrir tún frá því um og fyrir aldamót,
sem sléttuð voru með handverkfærum. Hvert beð er 5-6 m breitt. Norðan
við beðaslétturnar mótar fyrir stíg sem lá frá Laugarnesbænum að spítal-
anum, og handan við hann tekur við nýlegt slétt tún, þar sem áður var
mýri. Á ská upp eftir því sést hvít rönd með stefnu á Norðurkotsvörina. Á
tanganum austan við vörina er ferhyrnd rúst, gamall kálgarður, en yfir
svæðið austan hans hefur verið ýtt uppmokstri úr grunni Tollvörugeymsl-
unnar. Við sjóinn lengst til vinstri eru rústir hjáleigunnar Norðurkots. Mýr-
in upp af Norðurkotsvörinni, ofan við sjávarkambinn, var kölluð Leynir.
Þar var gamall brunnur frá Laugarnesi, enda talsverður vatnselgur þarh
Kirkjugarðurinn í Laugarnesi var friðlýstur árið 1930, og bæjarhóllinn
1987 vegna sérstaks minjagildis hans. Einnig eru á fornleifaskrá beðaslétt-
urnar vestan bæjarhólsins, rústir Suðurkots og Norðurkots, sem voru hjá-
leigur frá Laugarnesi, Suðurkotsvör og Norðurkotsvör og fleiri minjar.4
Grunnhleðslur Laugarnesstofu og Laugarnesspítala sjást ekki á yfirborði.
Lokaorð
I þessu útsýnisflugi voru alls teknar rúmlega 100 myndir, flestar yfir
Seltjarnarnesi og Laugarnesi. En fyrir forvitnis sakir var einnig ljósmynd-
að yfir Viðey, Þerney, Álftanesi og fleiri stöðum í nágrenni borgarinnar, en
þær myndir verða ekki birtar hér.