Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1994, Side 154
158
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
5. mynd. Horft yfir Laugarnes til NNA. Bæjarhóllinn með kirkjugarði er neðarlega til
hægri og beðaslétturnar par fyrir vestan. Handan við slétturnar mótar fyrir stíg, sem lá
frá Laugarnesbænum að spítalanum. Norðurkotsvör er ofarlega tii vinstri, austan við
hana gamall kálgarður og rústir hjáieigunnar Norðurkots við sjóinn lengst t.v. Ofarlega
fyrir miðju er uppmokstur úr grunni Totlvörugeymslunnar. Ljósm.: Þorgeir S. Helgason.
safnið eignaðist 1979, og hefur síðasti ábúandinn, Ólöf Gunnsteinsdóttir, rétt til að vera
þar til æviloka. Að sögn Kristins Magnússonar safnvarðar er tvískipting Nesstofu
gömul, líklega frá því um 1772.
14. Upplýsingar um örnefni o.fl. eru sóttar í eftirtaldar heimilidir: Guðrún S. Magnúsdóttir
1976 (ópr.), Heimir Þorleifsson 1991 og Birna Gunnarsdóttir 1995.
15. Knopsborg eða Knopfsborg var þurrabúð, kennd við Norðmanninn Thomas Knopf,
sem dvaldist hér á landi á árunum 1730-34 við landmælingar. Stundum kölluð
Knobsborg eða Knútsborg. Heimir Þorleifsson 1991, bls. 138.
16. Stundum kölluð Mókot. Á korti Ole Ohlsen frá 1802 virðist hjáleigan Nýlenda vera sett
u.þ.b. á þennan stað. Sjá Reykjavíkurkort. Dagatai 1986.
17. Landmælingar íslands. Sjá t.d. myndir GX12519, nr. 582-583, teknar 2. maí 1942. Á
myndunum stendur að þær séu teknar 20. maí 1942, en það mun vera villa fyrir 2. maí
1942, sbr. skýrslu Þorvaldar Bragasonar 1985, bls. 17.
18. Fleiri myndir úr þessu flugi hafa komið fyrir almenningssjónir. Þær eru hliðstæðar
þeim sem hér eru birtar, en þó ekki sömu myndirnar. Sjá grein Guðmundar Guðjóns-
sonar 1995.
19. Laugarness er getið í kirknaskrá Páls biskups Jónssonar frá því um 1200. Sjá útgáfu
Sveinbjöms Rafnssonar 1993, bls. 98-99. Ritdómur í Sögu 1995.
20. Um Laugarnesið, sjá t.d. eftirtaldar greinar: Þór Magnússon 1986, Þorgrímur Gestsson
1989, Margrét Hallgrímsdóttir 1991 og Bjarni F. Einarsson 1993.