Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1994, Page 175
ÖSKULAGATÍMATALIÐ
179
að það sem talið var austurjaðarinn reyndist vera samsettur úr tveim ljós-
um Heklulögum, 1104 og minna gosi sem varð 1158 eins og áður var nefnt.
Öskudreif er ekki jöfn heldur ræður vindátt og vindstyrkur. Og þar sem
hér á landi er mjög misvindasamt breytist oft vindátt á meðan á öskufalli
stendur. Vesturjaðarinn á öskulaginu 1104 þykknar hratt sem sýnir að vind-
átt hafi verið að snúast til austurs meðan mestur kraftur var í gosinu og
hefur öskuþykktin í Þjórsárdal ekki verið minni en 25 sm nýfallin.
Absolutely no indication ofan abrupt destruction, followed by the deaths or sud-
denflight ofpeoplefrom the valley can be detectedf'
Heklugosið 1104 var öskugos og askan loftborin og faliin en ekkert
bendir til að því hafi fylgt eldský eins og gerðist t.d. þegar Vesuvíus gaus
árið 79 e. Kr. Það eru því ekki líkur til þess að mannfall hafi beinlínis orðið
við gosið né hefur nokkur haldið því fram. Þvert á móti má búast við að
fólk hafi verið óhult í húsum sínum eða komið sér undan og vestur undan
gosmekkinum. Meira að segja í Öræfajökulsgosinu 1362 sem þó hefur
verið enn meira ógnvekjandi virðast flestir hafa sloppið lifandi. “
This absence (þ.e. á vatnsfluttri ösku á bökkum Þjórsár) could very weli
indicate that earlier estimations of the volume of the H 1 tephra as well as the vol-
ume ofairborne tephra deposited in Thjórsárdalur have been greatly exaggerated. "
Þetta er óskiljanleg ályktun - þvert á móti hafi Þjórsá skolað burtu vikri
þá er rúmmálið reyndar vanmetið en ekki öfugt.
Archaeological dates from the 1939 excavations in Thjórsárdalur were obviously
ofno concern to the geologists, ..i8
Not even the 1104 dating of the destruction of Thjórsárdalur settlement has
been doubted, even though archaeologists who excavated in the valley in 1939
found artifacts ivhich at that time were known to have possible 12-13th century
datesf’
Hér mun Vilhjálmur eiga við leirkersbrot frá 13. til 15. öld'" sem fram
kom við gröftinn í Þjórsárdal 1939. Um það er einungis eitt að segja.
Hvergi kemur fram hver afstaða þessa brots er til öskulagsins eða annarra
fornleifa og því alls óljóst um þýðingu þess.
Vilhjálmur lætur að því liggja að ringulreið ríki meðal jarðfræðinga
vegna aldursgreininga með geislakoli en það er þó lítið hjá þeim hremm-
ingum sem umfjöllun hans um niðurstöður geislakolsgreininga á sýnum
úr Þjórsárdal er komin í. Samkvæmt töflu Vilhjálms"' er nú búið að gera 22
aldursgreiningar á gripum úr Þjórsárdal, mest frá Stöng en einnig frá
Skeljastöðum og Sámsstöðum. Eru þetta manna-, kinda- og nautgripabein,
kolað birki og brot af beinkömbum. Öll sýnin hafa leiðréttan (þ.e. raun-
verulegan) aldur eldri en 1104 e. Kr. innan eins staðalfráviks. Einungis eitt
sýni, kýrbein frá Stöng, hefur aldur sem innan eins staðalfráviks gæti