Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1994, Page 184
188
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
að hún er bæði stutt og ófullnægjandi. Grafin voru upp 5 hús, auk þess
sem túngarðurinn (10) var kannaður og fyrirbæri sem Bjarni telur hafa
verið gröf (11), þó nokkuð sé sú túlkun óviss. Húsin telur hann hafa verið:
íbúðarhús (9), jarðhýsi (3), gripahús og svínastíu (15), hlöðu (16), hús til
óþekktra nota (17) og smiðju (18). Uppdrætti vantar af þremur síðastnefndu
húsunum. Eins og verða vill var ekki allt rannsakað sem áhugavert hefði
verið að skoða á staðnum.
Bjarni túlkar hús 9B sem reykhús á þeim forsendum að í því var ofn,
það sem hann kallar 'pole-holes', en engar matarleifar og fáir fundir. Ekki
er ljóst hvernig þrjú síðastnefndu atriðin styðja þessa túlkun. Að útiloka
þann möguleika að húsið hafi verið eldhús á þeim forsendum að ekki séu
nein séreldhús þekkt frá fyrstu byggð á íslandi (bls. 85) er rangt. Má þar
benda bæði á hús III í Vestmannaeyjum og herbergi V á yngsta planinu á
ísleifsstöðum í Borgarfirði. Sú túlkun Bjarna að hús 9B sé reykhús er að
því er virðist ekki byggð á neinum fornleifafræðilegum rökum, heldur
virðist hún eiga að styðja kenninguna um uppruna Granastaðabúa í Norð-
ur-Noregi (sjá síðar).
Að hús 15 hafi verið svínastía er byggt á álíka veikum rökum, það er
því einu að mikið sé af úrgangi í gólfinu. Þá er engan veginn ljóst á hvaða
forsendum húsinu er skipt í tvennt, og frásögnin af 'post-holes' og 'pole-
holes' er svo til óskiljanleg.
Hvergi er skýrt hver munurinn á 'post-holes' og 'pole-holes' er. Ég hef
þó hugboð um að með 'pole-hole' sé átt við 'pin-hole' eða pinnaholu eins
og þetta hefur stundum verið kallað á íslensku. 'Pole' á ensku þýðir hins
vegar stólpi eða staur og gefur allt aðra mynd. Orðanotkunin gerir um-
fjöllun um þessar holur óskiljanlega.
Ekki fundust margir gripir við uppgröftinn og umfjöllun um þá er rnjög
ófullnægjandi. Nokkrir hlutir eru greindir í ákveðnar gerðir (perlur, kambar,
kambslíður) án þess að gefin sé nokkur hugmynd um aldur þeirra (bls. 96)
eða hvernig honum ber saman við aðrar vísbendingar um aldur byggðar-
innar á Granastöðum. Þá er talað um að öll bein hafi verið greind í Hunter
College í New York, en í fundalista aftast eru þau svo til öll ógreind.
Við tímasetningu er aðallega stuðst við gjóskulög og kolefnisgreiningar.
Landnámslagið fannst í húsveggjum og H1104 lagið lá að hluta yfir skál-
anum. Á þessum forsendum tímasetur Bjarni upphaf byggðarinnar til 850-
900 og endalok hennar til löngu fyrir 1104. Þetta gengur að sjálfsögðu
ekki. í fyrsta lagi er landnámslagið svonefnda talið vera frá um 900, í öðru
lagi er aðeins hægt að segja að húsin á Granastöðum hafi verið byggð ein-
hvern tíma eftir að landnámslagið féll, þ.e. einhvern tíma eftir 900 og að
skálinn hafi farið í eyði fyrir 1104. Nánar verður það ekki ákveðið út frá