Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1994, Page 195

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1994, Page 195
ÁRSSKÝRSLA 1994 199 Keyptur var ljósmyndastækkari fyrir plötur og filmur af stærstu gerð, en fram til þessa hefur orðið að fá stækkað eftir þeim annars staðar. Samstarf myndadeildar var við Sýslusafn Austur-Skaftafellssýslu vegna sýningar á ljós- myndum Helga Arasonar, sem síðar getur nánar. Þá unnu Inga Lára og ívar saman að söfnun upplýsinga um ljósmyndara, sem starfað hafa hérlendis á tímabilinu frá 1926. Forvörzludeild. Margrét Gísladóttir forvarði í upphafi ársins þrjá hökla, frá Byggðasafni Suður-Þingeyinga (úr Ljósavatnskirkju), frá Kálfatjarnarkirkju og frá Hofstaðakirkju í Skaga- firði. Að auki vann hún við uppsetningu sýningarinnar „Leiðin til lýðveldis" og útbjó gínur fyrir þjóðbúninga vegna hennar. Þá undirbjó hún uppsetningu þjóðbúninga fyrir íslenzka sýningu, sem haldin var í Arósum 26. sept. til 3. okt. og fór með sýningargripina utan og heim aftur. í annan stað vann hún að skráningu, merkingu og frágangi safngripa, bæði úr Ásbúðarsafni og öðrum geymslum vegna viðgerðar hússins, svo og gripa úr fornaldarsal, gekk einnig frá þeim fánum safnsins, sem eru safngripir. Halldóra Ásgeirsdóttir lauk við forvörzlu tré- og leðurmuna frá Stóru-Borg, einnig tré- muna úr skipsflakinu við Flatey, tré-og leðurmuna úr uppgrefti í Reykholti og á Bessastöð- um, svo og steinum frá rannsóknum í miðbæ Reykjavíkur og í Gautavík. Hún hreinsaði og lagfærði handritakistu Gísla Konráðssonar og skrifpúlt Sighvats Grímssonar Borgfirðings fyrir handritadeild Landsbókasafns. Þá pakkaði hún niður kirkjusilfri og ýmsu dýrmæti úr kirkjudeild er þurfti að taka af sýningum. Kristín Huld Sigurðardóttir dvaldist í Lundúnum í febrúarmánuði og í september og október við rannsóknir. Hún vann við undirbúning sýningartexta og hreinsaði og lagfærði gripi og skrifaði sýningartexta fyrir sýninguna „Leiðin til lýðveldis" og vann við uppsetn- ingu sýningarinnar og lagði lokahönd á hana. Þá dvaldist hún í Kaupmannahöfn í fjóra daga í aprfl til að kynnast forvörzlumálum á Þjóðminjasafninu þar og skrifaði um það skýrslu, út- tekt á forvörzlumálum Þjóðminjasafns fslands, „Forvarsla - framtíðin". Þá safnaði hún einnig myndefni til birtingar á mjólkurfernum Mjólkursamsölunnar. Safnkennsla. - I upphafi ársins var starf safnkennara flutt frá menntamálaráðuneytinu og til Þjóðminjasafnsins. Á vormisseri var starfsemin með venjubundnum hætti, en á haustmiss- eri var tekið á móti skólahópum á sýninguna „Leiðin til lýðveldis" í Aðalstræti 6, þar sem safnið var þá lokað. Á haustönn var kennurum boðið að koma með hópa á sýninguna, en að- sókn var þó minni en búizt var við. Alls komu 5387 skólanemar í safnið og með þeim 430 kennarar, sem er mun færra en áður og á sína skýringu í lokun safnsins á haustmisseri. Að venju voru safnkassar lánaðir út til skóla. Farandsýning um „landnám íslands", sem um nokkurt skeið hefur farið milli skóla og Minjasafnið á Akureyri hefur séð um að lána, var nú lánuð út frá safninu og var gert myndband um sýninguna. Sýningin var í stöðugu útláni frá september til áramóta. Þjóðháttndeild. Á árinu vann Árni Björnsson deildarstjóri að könnun á að hrinda verkinu „íslensk þjóðmenning" af stokkunum á ný og er það mál í deiglunni. Hann var ritstjóri af- mælisbókar safnsins „Gersemar og þarfaþing", sem gefin var út í samvinnu við Hið íslenska bókmenntafélag. Hallgerður Gísladóttir gegndi starfi deildarstjóra þennan tíma. Hún fékk síðan eins árs rannsóknarleyfi 1. júlí og kom Árni þá aftur í stöðu deildarstjóra, en Sigríður Sigurðardóttir safnstjóri við Byggðasafn Skagafirðinga leysti Hallgerði af. Ilmur Árnadóttir vann í hálfu starfi við tölvuskráningu fyrri hluta ársins. Árni vann jafnframt að því í septembermánuði að fara í gegn um nýlega fundna ferðalýsingu Konrads Maurers um Island 1858 og hélt erindi
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.