Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1994, Blaðsíða 196

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1994, Blaðsíða 196
200 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS um hana 1. október á vegum Goethe-Instituts og Félagsins Germaníu. Að auki hafði hann verkstjórn undirbúnings endurnýjunar sýninga í fornaldarsal um haustið. Sigríður Sigurðardóttir vann mest að skráningu í tengslum við það verk síðustu tvo mán- uði ársins. Á árinu voru sendar út þrjár spurningaskrár, um „alifugla" og um „gömul læknisráð", en hin þriðja nefndist „Daglegt líf í dreifbýli og þéttbýli á 20. öld" og var send út í samvinnu við dr. Sigurð Gylfa Magnússon, sem vinnur að rannsókn á íslenzkri félagssögu frá miðri 19. öld og til miðrar 20. aldar. Var þessi skrá ekki send föstum heimildarmönnum heldur send 500 manna slembiúrtaki 70 ára fólks og eldra, sem fengið var hjá Þjóðskránni. Heimildasafni Þjóðháttadeildar bættust 280 handritanúmer. Margir stúdentar úr sagn- fræði og skyldum greinum unnu á deildinni við ritgerðasmíð og notuðu efnivið hennar og fjölmargir aðrir leituðu þangað upplýsinga. Slíkt hefur aukizt til mikilla muna eftir að stór hluti heimildasafnsins er kominn á orðleitarforrit. Lætur nærri skv. gestabók, að einn gestur komi í heimildaleit á deildina á dag að meðaltali. Að auki er svo mikið um, að starfsmenn þjóðháttadeildar haldi erindi hjá félögum og stofnunum og einnig skólum og komi að auki fram í útvarpsþáttum. Þá koma margar fyrir- spurnir frá erlendum og innlendum fræðimönnum, sem svarað er bréflega eða símleiðis. Á sumrinu heimsótti þjóðháttasafnið lettneskur þjóðlagafræðingur, Martin Boiko ásamt Njáli Sigurðssyni námsstjóra vegna þjóðlagasafns Jóns Leifs, sem Þjóðminjasafni var gefið á 100 ára afmæli þess 1963. Á heimleið spurðist hann fyrir um vaxhólka Jóns, sem talið var að glatazt hefðu í lok síðari heimsstyrjaldar í Þýzkalandi. Barst í lok ágúst bréf frá þjóðlagadeild Museum fúr Völkerkunde í Berlín um, að þar væru þeir komnir í leitirnar innan um mikinn fjölda af þjóðlagaupptökum víða úr heimi, 70 koparhólkar og vaxhólkar með upptökum Jóns. Þeir höfðu lent til Leningrad í lok stríðsins en verið skilað þaðan til Austur-Berlínar árið 1959 og komust á upphaflegan stað við sameiningu Þýzkalands. Stóð þjóðháttadeild síðan í bréfasambandi við safnið í Berlín og standa vonir til, að innan fárra ára verði hægt að afrita koparhólkana með geislatækni, sem ætti að geta skilað meiri gæðum en unnt hefur verið hing- að til, þar sem skort hefur á upptökutækni og vaxhólkarnir virðast auk þess mjög slitnir. Lagði Vigdís Finnbogadóttir forseti þessu máli lið, er hún heimsótti Berlín í byrjun desember. Hallgerður Gísladóttir sótti „Tenth International Conference on Ethnological Food Re- search" í Fresing í Þýzkalandi 6. -10. júní. I rannsóknarleyfi sínu var henni auk þess boðið að taka þátt í pallborðsumræðum um tengsl norskrar og íslenzkrar matarmenningar á „Norsk Matfestival" í Álasundi í september. Fornleifadeild. Starfsemi fornleifadeildar á árinu var einkum fólgin í umsjón, skráningu, mati og rannsóknum á fornleifum. Með breytingum á þjóðminjalögum, sem tóku gildi 1. júlí 1995, er fornleifanefnd ekki lengur stjórnamefnd fornleifadeildar heldur heyrir deildin beint undir þjóðminjavörð sem aðrar deildir safnsins, en hlutverk fornleifanefndar eftir breytingu laganna verður einkum að gefa leyfi til fornleifarannsókna og jafnframt að vera ráðgefandi um fornleifar. Fastir starfsmenn fornleifadeildar eru tveir, Guðmundur Ólafsson deildarstjóri og dr. Vil- hjálmur Orn Vilhjálmsson deildarsérfræðingur, en alls voru níu fomleifafræðingar verkefna- ráðnir um lengri eða skemmri tíma að deildinni. Fornleifarannsóknir fóru fram á vegum deildarinnar á Hofsstöðum í Garðabæ, er Ragn- heiður Traustadóttir stjórnaði undir yfirumsjón Vilhjálms Arnar Vilhjálmssonar og Garða- bær kostaði, og á Bessastöðum, er Guðmundur Ólafsson stjórnaði en Bessastaðanefnd kost- aði. Að auki tók Guðmundur þátt í rannsóknum á Grænlandi eins og fyrri sumur á norræn- um miðaldabæ í Vestribyggð, sem kallaður hefur verið „bærinn undir sandinum". Þá fóru ýmsar kannanir og smárannsóknir fram á vegum deildarinnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212
Blaðsíða 213
Blaðsíða 214

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.