Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1994, Blaðsíða 197
ÁRSSKÝRSLA 1994
201
Á Papatættum við Papós. Tætturnar eru friðlýstar síðan 1966. Almennt er talið að tætt-
urnar séu ummerki papa, en útlit peirra og staðsetning bendir til að um útgerðarstað frá
seinni öldum sé að ræða. Myndin tekin til austnorðausturs í júlí 1994. Ljósm.: Guðrún
Kristinsdóttir.
Nýr liður í starfsemi Þjóðminjasafnsins sem fornleifadeild annast er vettvangskannanir
vegna framkvæmda, samkvæmt nýjum lögum um umhverfismat. Vettvangskannanir voru
gerðar vegna Hvalfjarðarganga, skipulags á Hólum í Hjaltadal, Hólmavíkur- og Drangsnes-
vegar, í Arnarneslandi í Garðabæ og við Álftárós í Garðabæ.
Engin skipuleg fornleifaskráning fór fram á vegum safnsins, en Guðmundur Ólafsson
skráði minjar í fyrrum Rauðasandshreppi fyrir styrk úr Vísindasjóði. Þá skráðu Adolf Frið-
riksson og Orri Vésteinsson fornleifar í innsveitum Eyjafjarðar á vegum Minjasafnsins á
Akureyri, Guðrún Kristinsdóttir forstm. Safnast. Austurlands og Mjöll Snæsdóttir fornleifafr.
skráðu minjar í Norðfirði og dr. Bjarni Einarsson skráði á vegum Árbæjarsafns minjar í
Reykjavík og byggði þar á gamalli skráningu Þjóðminjasafns.
Samdar voru níu rannsóknarskýrslur fornleifadeildar um fyrrgreinar vettvangskannanir,
fornleifaskráningar og áfangaskýrslur fornleifarannsókna og fjölfaldaðar í nokkrum ein-
tökum.
Guðmundur Ólafsson hafði umsjón með uppsetningu sýningar í fornleifakjallara á Bessa-
stöðum, einnig vann hann við uppsetningu sýningarinnar „Leiðin til lýðveldis" og hóf und-
urbúning að nýrri sýningu í fornaldarsal Þjóðminjasafnsins. Þá kynnti hann sér gagna-
grunnsforrit um skráningu gripa á söfnum og skrifaði um þau skýrslu.
Bókasafn. Gróa Finnsdóttir bókavörður var lengst af í hálfu starfi en frá 1. okt. í 60% starfi.
Mikill hluti starfstímans fór til nýskráningar og samskráningar í GEGNI, en í bókasafninu
eru nú hartnær 10 þús. bindi. Tímarit sem berast safninu eru um 250 og koma um 80% þeirra
ekki í önnur söfn hérlendis en nýtast eðlilega víðar vegna samskráningar. - Ritauki bóka-
safnsins var 145 bækur, sýningarskrár og smáprent, að auki bættist því sérstök bókagjöf, sem
brátt verður getið. - Reynt er einkum að afla rita á sviði fornleifafræði, safnfræði, forvörzlu,