Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1994, Side 199
ÁRSSKÝRSLA 1994
203
á Keldum var lokið viðgerð á Stóru- og Litluskemmu. Einnig var unnið að viðgerð á rústun-
um í Stöng og veggjahleðslur endurnýjaðar. Þá var haldið áfram viðgerð Hússins og Assist-
entahússins á Eyrarbakka.
Sjóminjasafn. Jón Allansson gegndi starfi safnvarðar á árinu og einn starfsmaður var í hluta-
starfi við gæzlu yfir sumartímann. Gestir í sjóminjasafni urðu alls 5316, skólanemar 1912,
aðrir innlendir gestir 1903, og hafði fækkað nokkuð frá fyrra ári, en erlendir gestir 1501 og
hefur þeim fjölgað um rúm 111% frá því ári. Safnið var kynnt rækilega fyrir ferðaskrifstofum,
sem senda nú í auknum mæli ferðahópa þangað og einnig var kynningarbæklingi dreift í
hótel og gistihús.
Sent var kynningarbréf í samvinnu við Þjóðminjasafn og Nesstofusafn til allra grunnskóla
á landinu en flestir skólanemar, sem safnið heimsóttu, voru úr Hafnarfirði og nágrannabyggð-
um. Fá allir nemendur verkefni við hæfi.
Alls bættust 83 gripir við safnið á árinu og voru þar á meðal fimm bátar, Snari, sm. 1953 af
Aðalsteini Aðalsteinssyni í Hvallátrum, gef. Óskar Axelsson Húsavík, Kópur, tveggjamanna-
far smíðað 1955, notað til sel- og fuglaveiða, gef. Jóhann Pálsson, Garðabæ, Aldn, sem Rögn-
valdur Lárusson í Stykkishólmi smíðaði fyrir Thor Jensen 1920, gefendur voru börn Rögn-
valds, nótabdtur, smíðaður 1960 og notaður til flutninga á Breiðafirði, gef. Hildibrandur
Bjarnason í Bjarnarhöfn, og Mnr, smíðaður um aldamótin 1900 með Engeyjarlagi, gef. Kjartan
Magnússon læknir, Reykjavík.
Hafin var tölvuskráning safnmuna í byrjun ársins 1993 og er nú búið að skrá þannig um
1000 gripi.
Safnið sendi gripi um sjósókn á Islandi á sýninguna „Island og hafið" í Lénsminjasafninu
í Jönköping í Svíþjóð vegna 50 ára lýðveldisafmælisins og önnuðust það Jón Allansson og
Björn G. Björnsson sýningahönnuður. Sýningin stóð frá 24. sept. til 19. okt. og sáu hana alls
um 9.200 manns.
Að auki hafði safnið kynningu 21.-24. apríl á ferðaráðstefnu í Perlunni og einnig kynn-
ingarsýningu á svokallaðri „veiðimessu" í Perlunni 12.-15. maí, einnig litla kynningar-
sýningu á sýningunni „Vest Norden" í íþróttahúsinu í Kaplakrika 15.-18. sept.
Safnvörður fór um Suður- og Austurland í júlí til að kanna sjóminjar svo og til Vestmanna-
eyja í október.
Nesstofusafn. Forstöðumaður þess er Kristinn Magnússon, en safnið var opið á tímabilinu
15. maí til 14. september sunnudaga, þriðjudaga, fimmtudaga og laugardaga kl. 13 - 17 en á
öðrum tímum ársins eftir samkomulagi. Kom alls 1381 gestur í safnið og að auki 328 skóla-
nemar í skipulögðum skólaheimsóknum, sem er nokkru færra en 1993, en aðstaða er vart til
að taka á móti fjölmenni í Nesstofu sjálfri. Sent var út kynningarbréf til allra grunnskóla á
landinu um safnið.
Gerð var tilraun til að vekja áhuga Seltirninga á safninu og sendir frímiðar á öll heimili á
Nesinu. Þá voru birtar fréttir um það í ritum lækna og Nesfréttum á Seltjarnarnesi og frá-
sögnum komið í aðra fjölmiðla. Fjölmiðlum var einnig veitt ýmiss konar fyrirgreiðsla til
myndunar og með lánum safngripa.
í aprílmánuði var haldinn fundur norrænna landlækna og var móttaka fyrir þá í húsi lyfja-
fræðinga í Nesi og heimsóttu þeir Nesstofusafn jafnframt. Að auki heimsóttu safnið þátttak-
endur í „Egils Snorrasonar fyrirlestri", er próf. Olaf Pedersen frá Danmörku flutti.
Sýningarnar í Nesstofu voru endurnýjaðar að hluta fyrir sumaropnun safnsins, mörgu
nýju bætt við, m.a. gripum frá Þjóðminjasafni. Skýringartextar safnsins voru endurnýjaðir.
Reynt var með útleigu sýningarkassa með safngripum, en eftirspurn varð lítil.
Safninu bárust ýmsir gripir, tæki frá einstökum læknum og lækningastofnunum, lyfjaum-
búðir, bækur lækna og heimildargögn. Sérstaklega má nefna einkennisbúning, byssubelti, korta-