Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1994, Blaðsíða 200
204
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
tösku og heiðursmerki Snorra Hallgrímssonar frá því hann gegndi starfi herlæknis sem sjálf-
boðaliði fyrir Svía í Finnlandsstríðinu 1939-1940, auk fleiri gripa úr eigu hans, gjöf barna
hans og Halldórs Baldurssonar læknis.
Á árinu var unnið að undirbúningi framkvæmda við byggingu nýs safnhúss, en ekki
komust þær af stað þar sem beðið var skipulags svæðisins. Samkeppni var um skipulag en
engin tillaga gerði ráð fyrir viðunandi aðkomu að fyrirhuguðu safnhúsi, sem æskilegast er
að verði úr suðri, þannig að ekki þurfi að aka um hlað Nesstofu, en óhjákvæmilegt er að bíla-
aðkoma verði að safninu. Leyfi er hins vegar fengið til að hefja nýframkvæmdir og leggja
bráðabirgðaaðkomu að byggingarstað. Talið er, að safnið hafi yfir að ráða fjármagni, sem
dugi langleiðina fyrir nýbyggingunni, og munar þar mestu um dánargjöf próf. Jóns Steffen-
sens til Læknafélagsins, er renna skal til uppbyggingar safnhússins.
Hér má nefna, að 22. október var Lyfjafræðisafnið, sem Félag lyfjafræðinga á og rekur,
formlega opnað við hátíðlega athöfn, en það er í hinum endurreistu útihúsum vestantil við
Nesstofu, þar sem félagið hefur skrifstofur sínar og aðra starfsemi. Eru sýnd þar ýmis áhöld,
tæki og lyf frá gamalli tíð og hlutar gamalla innréttinga úr ýmsum lyfjabúðum í landinu.
Safnið verður aðeins opið eftir samkomulagi fyrst um sinn, en náin samvinna er milli lyfja-
fræðinga og Nesstofusafns.
Landspítalinn lánaði geymsluhúsnæði í gömlum útihúsum á Vífilsstöðum, og voru safn-
gripir fluttir þangað úr geymslunum í Nesi, en þær verða síðan rifnar þegar framkvæmdir
hefjast við nýbyggingar. Lánaði spítalinn einnig sendibifreið til flutninga. Fyrir velvild
bæjaryfirvalda á Seltjarnarnesi voru ráðnir tveir starfsmenn í svonefnt átaksverkefni og að-
stoðuðu þeir við flutningana.
Húsafriðunamefnd. f henni eiga sæti Guðný Gerður Guðmundsdóttir safnstjóri á Akureyri, for-
maður, Hörður Ágústsson listmálari, þessi bæði tilnefnd af Þjóðminjaráði, Sturla Böðvarsson
alþm. tilnefndur af Sambandi ísl. sveitarfélaga, Guðmundur Gunnarsson arkitekt, tilnefndur
af Arkitektafélagi íslands, og Þór Magnússon þjóðminjavörður án tilnefningar. Þór Magnús-
son tók aftur sæti í nefndinni af Guðmundi Magnússyni, sem setið hafði þar síðustu tvö árin.
Á árinu voru í fyrsta skipti skipaðir varamenn í nefndina. Hrefna Róbertsdóttir sagn-
fræðingur var skipuð varamaður formanns, Þorsteinn Gunnarsson arkitekt fyrir Hörð
Ágústsson, Þorvaldur S. Þorvaldsson arkitekt fyrir Sturlu Böðvarsson, Pétur H. Ármannsson
arktitekt fyrir Guðmund Gunnarsson og Lilja Árnadóttir safnstjóri fyrir Þór Magnússon.
Guðmundur L. Hafsteinsson arkitekt starfaði sem deildarstjóri húsverndardeildar og jafn-
framt sem framkvæmdastjóri og ritari Húsafriðunarnefndar frá 1. jan. 1993 til 1. desember
1994, en frá þeim tíma var Magnús Skúlason arkitekt ráðinn framkvæmdastjóri og ritari
nefndarinnar, sem er skv. breytingum á reglugerð nr. 274, 29. apríl 1994.
Arkitekt Húsafriðunarnefndar annast m.a. ráðgjöf fyrir hönnuði, iðnaðarmenn og eigend-
ur við viðgerðir húsa, skráningu, frágang styrkumsókna og hefur eftirlit með framkvæmd-
um, sem styrktar eru af Húsafriðunarsjóði. Einnig annast hann áætlanagerð við einstakar
friðaðar byggingar og fer yfir uppdrætti og áætlanir, sem varða viðgerðir friðaðra húsa og
annarra er hljóta viðgerðarstyrki.
Magnús Skúlason fór víða um land til könnunar, eftirlits, leiðbeiningar og ráðgjafar um
viðgerðir auk ferða á höfuðborgarsvæðinu. Guðmundur L. Hafsteinsson skoðaði einnig hús
á vegum nefndarinnar, oft í sambandi við vinnuferðir fyrir húsvemdardeild Þjóðminjasafns-
ins, enda er náin samvinna þessara starfsmanna og þeir hafa sameiginlegar vinnustofur.
Húsafriðunamefnd hélt 13 fundi á árinu. Var þar einkum fjallað um áætlanir vegna fram-
kvæmda við friðuð hús og styrkveitingar úr Húsafriðunarsjóði. Húsafriðunarnefnd hélt fund
í Flatey 14. ágúst þar sem ákveðið var að vinna að friðun þorpsins.
Nefndin fór skoðunarferð ásamt varamönum og fulltrúum frá Skipulagi ríkisins og Skipu-
lagsnefnd kirkjugarða um Suðurland 6. ágúst að skoða framkvæmdir sem sjóðurinn hefur