Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1994, Page 207

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1994, Page 207
ÁRSSKÝRSLA 1994 211 vinnubrögð í safninu. Talsvert verk var unnið við nýjar uppsetningar sýninga, svo sem fram- bæjarins frá Tungunesi, og mikið var lagfært í geymslum, sem eru þó mjög takmarkaðar, og unnið var að lagfæringum utanhúss. Safnstjóri er Jón Haukdal. Hcimilisiðnaðarsafnið, Blönduósi. Á árinu komu 611 innlendir gestir í safnið og 112 erlendir auk 120 skólanema, en einhverjir gestir munu ótaldir. I safninu eru nú 2151 skráðir gripir og meðal þess, sem við bættist á árinu, má nefna skautbúning, sem safninu barst frá Kanada. I safnið komu 10 ára börn úr öllum grunnskólum héraðsins og fengu þeir leiðsögn. Starfsemin var annars óbreytt, safnvörður er Elísabet Sigurgeirsdóttir. Byggðasafn Skagfirðinga. Á tímabilinu 1. júní til 31. ágúst komu um 17500 manns, þar af um 200 skólanemar, í safnið í Glaumbæ og um 3700 manns í pakkhúsið á Hofsósi. Sigríður Sigurðardóttir safnstjóri fékk 10 mánaða starfsleyfi frá 1. ágúst og vann þann tíma við Þjóðháttdeild Þjóðminjasafnsins. Gegndi Edda Jónsdóttir stöðu hennar á meðan. Haldið var áfram viðgerðum við gamla íbúðarhúsið frá Ási, sem flutt var að safninu 1991 og var það orðið fullviðgert þegar eldur varð laus í því að morgni 30. júní. Skemmdir urðu talsverðar en viðgerð hófst þó von bráðar aftur, en ekki var hægt að taka húsið í notkun um sumarið eins og áformað hafði verið en mun verða gert vorið 1995. Hafa margir sjálfboðaliðar lagt fram vinnu við endurgerð og viðgerð og ýmsir gefið efnivið. Gert var við vegg í gamla bænum í Glaumbæ milli eldhúss og framhúsa og endurhlaðin gaflhlöð norðurstofu og eldiviðarskemmu og grind húsanna lagfærð. Þá voru stafnar, glugg- ar og hurðir máluð. Á þjóðminjadaginn, 10. júlí, var heyjað í Glaumbæ með gamla laginu. Tóku um 30 manns þátt í heyskapnum og einnig var sýnd ullar- og hrosshársvinna í baðstofunni. Urðu gestir um 400 af þessu tilefni. 9. júní var afhjúpuð í Glaumbæ stytta Ásmundar Sveinssonar sem tákna skal Guðríði Þor- bjarnardóttur, fyrstu hvítu móðurina í Ameríku, gjöf til safnsins frá Islendingum vestanhafs og fleirum. Var hún sett á túnið að húsabaki milli bæjarins og þjóðvegar. Guðríður bjó í Glaumbæ síðustu ár sín. Safnið skortir nú mjög geymslur, en senn verður að rýma geymsluna á Sauðárkróki. Ýms- ar búvélar safnsins hafa verið sendar til geymslu að Hólum í Hjaltadal. í pakkhúsinu á Hofsósi er sýning á vegum safnsins með munum frá því. Þar var settur inn lítill bátur ásamt veiðarfærum. Safnstjóri hefur umsjón með sýningunum og hefur jafn- framt eftirlit með gömlum byggingum Þjóðminjasafnsins í héraðinu. Síldarminjasafiiið á Siglufirði. Gestir urðu þar alls um 4250, þar af 250 erlendir. Forstöðu- maður safnsins er Örlygur Kristfinnsson og er hann í hálfu starfi. 9. júlí var opnuð neðsta hæð Roaldsbrakka, en að mestu var þá lokið viðgerð hússins að utan og neðsta hæðin fullgerð að innan. Sýningarrými er þar um 180 ferm. og eru sýndir þar munir tengdir síldarsöltun. 1 gömlum vélasal þar nærri eru sýndar vélar og verkfæri frá síld- arbræðslum. Til safnsins var keypt stór skemma frá síldarárunum, sem stendur hið næsta Roaldsbrakka, og verður þar geymsla. Færðar voru 36 færslur í aðfangabók og keypt var nokkuð af ljósmyndum til safnsins. Þá eignaðist safnið hluti úr rannsóknarstofu SR-verksmiðjanna þar á Siglufirði og vélar og verk- færi til síldarfrystingar. Lögð voru drög að því, að safnið eignaðist 12 smál. vélbát, Kristínu VE, smíðaðan 1912, sem útbúa á til sýningar sem reknetabát. Skólanemar heimsóttu safnið og fengu ýmsa fræðslu, m.a. með skyggnusýningum. Minjasafnið á Akurcyri. Gestir í safninu urðu alls 4500, þar af 3450 yfir sumartímann, rúm- lega helmingur þeirra útlendingar en innlendum gestum safnsins fjölgar þó hlutfallslega. 590 skólanemar komu í skipulögðum heimsóknum.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.