Alþýðublaðið - 05.02.1921, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 05.02.1921, Blaðsíða 3
ALÞYÐUBLAÐÍÐ 3 6ummis9lar og hzlar beztir og éðýrastir hjá ^vasnbergsbræðrnm. svo: Við viljum ekki. Og hann talar fyrir munn A-listamanna. I*að gildir einu hvaða umbætur er farið fram á. Svar A-listans er alt af eins: Við viljum elcki. I*eir eru ómengaðir afturhalds- menn. on. Um ðap oi Togii. Skrifstoía B-listans verður í dag í Búnaðarfélagshúsinu við Lækjargötu, suður við Tjörnina, »Um of.« Séra Magnús sagði á Alliancefundinum, að landsverzl unin hefði verið sett á stofn þegar hnefarétturinn »gi!ti um of« í heim- inum. Guðsmanninum finst eftir þessu ekki gera rnikið til þó hnefarétturinn ráði í hófill Alþýðnblaðina hefir borist mik* ið af ágætum kosningagreinum, sem því naiður er ekki hægt að birta vegna rúmleysis fyrir kosn* ingarnar. Vonandi verður biaðið orðið svo stórt fyrir næstu þing kosningar að það getur flutt allar góðar kosningagreinar er því ber- ast. Sönn saga. Ég kom í hús. — Sjómaður var að _ kveðja konu sína (skipið sem hann var á var að fara, ætlaði út á veiðar) og var hann búinn að kjósa B-listann — Það síðasta sem hann sagði við konu sfna var þetta: .Mundu mig um það, elskan mfn, að fa~a nú niður eftir tím- lega á morgun til þess að kjósa B listann! — — Þetta var hans aðal áhuga- naál. Ág. Alþýðnflokksfnndurinn í Bár- unni í gærkvöldi mun vera eins- <dæmi i sinni röð meðal alira pólitískra funda sem haldnir hafa verið hér í Reykjavfk, því jafn eindreginn og ákveðinn vilji um eina stefnu hefir aldrei sézt hér áður. Ræðumenn Alþýðuflokksins á fundinum voru ekki færri en i6, og var hverjum einum tekið með dynjandi lófaklappi. Þegar borin var fram stækkuð mynd af kjörseðli og formaður Alþýðufl. setti kross við B-Iistann, laust upp fagnaðarlátum, sem aldrei ætiuðu að linna, Var auðséð á öllu að fundarmenn voru allir vissir um sigur B listans, og hver og einn ákveðinn í því að gera sitt ýtrasta til þess að sigurmn verði sem fullkomnastur. Fundur þessi var sá fjölmenn- asti sem haldinn hefir verið f Bárunni við þessar kosningar, og er þá langt til jafnað. Æsku-félagar! Góð skemtun á fundi á morgun. 8213 manns stendur á kjörskrá við þessar alþingiskosnar. Á síðastu stunðu má búast við þvf að andstæðingar Alþýðu- flokksins reyni að dreyfa út ein- hverjum óhróðri um flokkinn eða menn hans. Eo slíkt, sem kemur á síðustu stundu, kemur ekki fyr af því að þeir vita að það fellur máttiaust niður ef tími er til að svara þvf. 6ébtemplarar! Vegna þess, að eg er félagi í reglunni og fulltrúi til Umdæmis- stúkunnar nr. i., get cg ekki látið hjá líða að upplýsa um eftir- farandi: C listinn er ekki frekar fram kominn fyrir aðgerðir neíndar. þeirrar er kosin var á umdæmis- stúkufundi, en hver hinna listanna. Á þeitu eina fundi, sem nefndin hélt, voru tveir menn kosnir til þess að reyna að fá Jakob Möller til þess að setja Þórð Bjarnasoa næstan Magoúsi Jónssyni. Nefndin var sammála um það, að á A-listarn gæti hún engin áhrif haft; hún var iíka sammála um, að á B-listauum væru á- gætir og eindregnir bannmenn, og gæti því hver góður templari og bannmaður kosið hann. Aftur á móti var nefndinni það Ijóst, að annar maður á C listanum væri ekki tryggur bannrnaður, og því vildi hún koma Þórði þar að sem öðrum manni. Þeir tveir merm, sem nefndin kaus, höfðu enga heimild til þess að semja við Möller um þriðja sætið á nefndum lista, Enda kom það ljóslega fram f Umdæmis- stúkunni, að templarar íitu svo á, og líta alment svo á, að þeim bari engin skylda til þess, að fylgja lista, sem hefir hálfgildings- andbanning i öðru sæti. Ekki síst vegna þess, að á B-iistanum (AI- þýðuflokkslistanum) eru hreinir og ákveðnir bannmenn. Eg get því með jafn miklum rétti og „Aiþýðukonan úr st. Verðandi-, sem eg veit vel, að er ekki kona, tekið mér f munn éeggjan til templara um það, að hjósa B-listann. Ingólfur Jónsson. JtfnttiS ééigingjarnt ðrenglynði. Alþýðumenn og konur! Munið eítir deginum í dag. Öil þið, sem standið svo hátt gagnvart 20. ald- ar mannúðinni í kosningarlögun- um, að þið þeirra vegna getið reiknast, samkvæmt efnahag og aldri, að hafa vit á þvf hvað sé hvítt og hvað sé svart, eður með öðrum orðum, hafið rétt' til kosn- ingar. Þau nöfn sem standa á B list- anum fórna sér sjálfkrafa fyrir al- Allir B!

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.