Göngu-Hrólfur - 01.02.1873, Blaðsíða 4

Göngu-Hrólfur - 01.02.1873, Blaðsíða 4
— 31.— — 32. — (relativ) aftrför. Það er aftrför, að mér fer ekki fram. — Stefna anda mannsins gengr altaf í aðrahvora þessa ált: fram eða aftr. j>ví má deila öllum möonum tvo flokka, eftir því, að hvorri þessari stefnu andi þeirra hneigist, og eru þeir flokkar kallaðir fram- fara- og aftrhaldsflokkrinn, eða á evrópeisku máli re/orm-flokkr og /íonseroairui-flokkrinn, og oddvitar framfaramanna reformatórar. Slíkr maðr var t. d. Lúther í trúarefnum. En hér á þessum síðustu og verstu tímum úti á voru landi íslandi er það orðið háðirði að vera kallaðr reformator. Menn skilja he'r við reformator þann, er vill reformera eftir sínu eigin höfði (»níungasmiðir» [Eggert Ó- lafsson], *studiosi rerum novarumo [Caes.], • rauðir revólutsíóns-menn»). — En hvað er reformator? Hvað er konservatív? Svar: kon- servatív kemr af conservare, latínsku orði, er þíðir: að geima, gæta. Konservatív er því hver sá, er vill geima og gæta þess, sem e r, gæta ins veranda óbreitts. En relormator? f>að er líka komið úr latlnu af reformare (re = aftr, tilbaka; formare — að laga, minda) að endrminda, færa aftr í upprunalega lög- un. Hvað? Vilja reform-raennirnir (fram- faramennirnir) færa hlutina aftr? Ojá! og þó eru þeir mótsetningin til a/’ír-haldsmann- anna. Þeir hirða nl. eigium að færa neinn hlut aftr í það ásigkomulag, sem hann hefir verið í, en þeir vilja færa þá aftr til ins upp- runalega liugsínis (ídearinnar). Þeir, eins og allir, játa, að hvern hlut má hugsa í einhverri þeirri mind, sem sé sú fullkomnasta, erhlutr- inn getr haft, og kallast það hugsjón þess hlutar (ídeal af hlutnum). f>essi mind er sú réttasta, náttúrlegasta, upprunalegasta, og hana vilja reform-mennirnir reina að nálgast eða ná henni svo sem verðr og færa alt aftr í þessa upprunamind. f>etta er að þeirra á- liti in eina sanna framför. Þessir menn vilja ávalt framkvæma eitthvað verulegt, pósitívt. En aldrei líst öllum einn veg, og ávalt eru þá aðrir, sem annaðhvort álíta eigi tíma kom- inn til að framkvæma þetta eðr hitt; eða á- líla, að þó það sé satt og rétt í verunni, þá sé eigi staðr og stund og allar ástæðr til þess henlar að koma því í verk. I’eir vita hverju þeir sleppa, en þikjast ei sjá fullvíst, hvað þeir hreppa og óttast því allar breit- ingar frá því sem er. Þeirra mið er, að sporna móti að nokkuð sé framkvæmt, en ekki að framkvæma neitt sjálflr; sú stefna er helst negatív. Þeim, sem telja sig til reform-manna, þikir sem allir eigi að vera reformatorar í þessum skilningi. En víst er það, að hver, sem ekki vill vera dauðr limr á mannfélag- inu, er skildr tilað starfa alt það, sem megn hans má, í þá stefnu er hann álítr rétta. Og hverri stefnu sem vér filgjum, þá verðum vér að þekkja ina drolnandi stefnu tímans, hvort sem vér heldr álítum hana rétta eða eða ranga ; hvort sem vér viljum berjast með eða móti, þá verðum vér að laga oss eftir henni. f>vi hún er faktísk, og pað er hennar vald og gildi, að hún er. II. Ilver er stefna v ovr a tima ? „Man forlanger det, mau ihke har l mau ráber pá det, som man bitrest savner„. Dr. Brandes. („Uovodstramninger i det 19. árhnudredes literatur,). Já, «menn heimta það, sem þeir hafa ekki; menn krefja þess fastast, er þeir sár- ast sakna!» Þetta einkennir aliar tíðir, og er því ekki eiginlegra vorum tímum, en öðr- um tímum. En þessi orð benda oss til, hversu vér skulum læra að þekkja stefnu timanna. Taktu eftir því, hvað það er, sem tilíinnan- legastr skortr er á alment á þinni tíð, og þú mátt vera þess viss, að öll samtíð þín stefnir að því, að bæta úr þessum skorti, leita þess, sem vantar. Ég bið þess vel gætt, að þeg- ar ég tala um.stefnu vorra tíma, þá meina ég ekki á íslandi, þessu litla »horni verald- ar», heldr ifirhöfuð í öllum inum mentaða heimi, sérílagi ( þeim aðallöndum heimsins, sem öll in minni lönd dansa eftir meira og minna. Hvað var það, sem raenn vantaði mest í birjun 16. aldar? Hvaða skortr var þá tilfinnanlegastr þjóðum Evrópu? Það var andlegt frelsi, það var lausn ins verslega fé- tags eða óhá (uafhængighed, o: það, að vera óháðr) frá eða af kirkjunni. Hver varð so stefna tímanna? Því svarar reformatsíónin

x

Göngu-Hrólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Göngu-Hrólfur
https://timarit.is/publication/98

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.