Göngu-Hrólfur - 27.03.1873, Blaðsíða 2

Göngu-Hrólfur - 27.03.1873, Blaðsíða 2
— 67.— — 68.— vill gera, til þess, að fæla ekki kaupendr frá blaðinu. — «Bazar og Tombola* HandiÖnamanna- félagsins i Rvík. Einsog það er oss skill sem félagsmanni og einum í forstöðunefnd tombolu þessarar, þannig er oss það ljúfi sem ritstjóra að mæla fram með, að allir stirki þetla góða og þarflega firirtæki, og vonum vér, að það mæli sjálft með tombolu þessari, að tilgangrinn er, að verja fé þvf, er inn kemr, til stofnunar sunnudagaskóla hér í Rvík, sem eigi handverksmenn aðeins, heldr jafnvel aðrir fengi aðgang að. Vekjum vér athigli allra á því, að það eru eigi þeir einir, er tilsögn fá í skólanum, er gott hafa héraf, heldr alt landið, bæði við það, að þeir, sem læra, verða nítari menn eftir en áðr, og so við það, að þeir kenna náttúrlega aftr út frá sér, og er það jafnan meiri vinningr, en nokkur kann hugum að higgja, að mentun, þekking og fróðleikr eflist og útbreiðist í landinu. Mentun og fróðleikr er eign og vinningr, sem engir peningar geta upp vegið. Vér vonum að Reikvíkingar og aðrir, er til ná, síni það með því að leggja til tombol- unnar og sækja hana, að þeir kunni að meta ið loflega firirtæki, er tombolan á að efla, og vilji stirkja það, eða, sem er það sama, síni að þeir unni mentun og framför landsins. — »Glímufélagið«. Um leið og vér vís- um til ritgjörðarinnar um félag þetta og til laga þess, sem birjar í dag í blaði voru, leifum vér oss að skora á menn og hvetja þá til, að stofna samskonar félög upp um sveitir. Einnig viljum vér benda til þess, að þarsem menn, einsog í Ilúnavatnssíslu hefir átt sér stað, hafa komið saman til leika (glímu- og knattleika), þá ætti vel við, að binda slíkt föstum félagsskap og setja sig so í samband við félag vort í Reikjavík. Geta slík félög firir 4 sk. fengið expl. af lögum vorum til eftirsjónar. GLÍMEFÉLAG. Inn 26. d. febr.-mán. lét Sverrir steinhöggv- ari Runólfsson í Reikjavík útganga solátandi BOÐSBRÉF. Veraldarsagan segir oss, að 776 árum f. Kr. fæð. hafi Grikkir stofnað ímisleg félög og leika, og söfnuðust þá saman af öllu Grikk- landi 4. hvert ár; voru inir olymsku leikar, er haldnir voru á Olymps-velli í Elishéraði, þeir nafnkendustu. Frá þeim tíma höfðu menn skrá ifir nöfn þeirra, er sigrinn unnu í leikum þessum. ^ar þreittu menn þrens- konar skeið: kapphlaup, kappreið, kappakstr; þar var leikið kringlukast, glíma, knefaleikr, hljóðpípuleikr, hörpusláttr og síðar trúðleikar og ims snildarverk. Þeir, sem sigrinn unnu, fengu pálmaviðargrein að verðlaunum, og var hringr settr á höfuð þeim úr olíuviðargrein- um. teir voru víðfrægðir um endilangt Grikk- land; skáldin orktu lofkvæði um þá, sem aldrei firnast; og þó þeir hefðu unnið ágæt- an sigr i orustu, þá hefðu þeir ekki getað orðið frægari meðal landa sinna. tessir fjöl- mennu fundir gjörðu það að verkum, að Grikkir kinntust betr hvorir öðrum, og vissu gjörla hvað vísindum og íþróttum leið í hverju bigðarlagi þar í landi. Fornsögurnar sina sömuleiðis, að íslend- ingar hafa haft líkar æfingar á ímsa vegu, bæði knatlleika, glímu, hesta-at, sund o.fl. Hér er nú birjað á ímsu af þessu, t. d. sönglistinni, glímum, sundi, siglingum, skíða- ferð, skautaferð o.fl., sem Kkist nokkuð inu firsagða; og þótt það sé nokkuð sundrlaust enn, þá mætti sameina það að mestu eða öllu leiti; og tilþessað lifga það, ætti vel við, að vér söfnuðum saman fríviljugum gjöfum firir glímufélag vort, tilþessað geta á tiltekn- um döguin látið þartil valda 3. manna nefnd, t úr lærðra mannaflokki, 1 úr iðnaðarmanna flokki, 1 úr bænda flokki, heiðra þá, sem sigruðu með liprleik og dugnaði i glímunni. þessleiðis premíur eða heiðrsmerki ættu að vera frá 5 til fleiri, tilþessað sem flestir, er liktust þeim bestu, gætu orðið hluttakandi í sigrinum. Og ætti að brúka sem minst af höfuðstól samskolanna til þess, heldr láta gera ímsa hluti, sem kvennfólk og karlmenn gætu gjört, sem heiðrsgjafir handa þeim vinnandi eftir firirlagi nefndarinnar, sem auglísti árlega i sínu regislri og í blöðunum þá vinnandi menn, sem glímdu. Reikjavík, 26. febrúar 1873. Sverrir Runólfsson.

x

Göngu-Hrólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Göngu-Hrólfur
https://timarit.is/publication/98

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.