Göngu-Hrólfur - 14.07.1873, Blaðsíða 2

Göngu-Hrólfur - 14.07.1873, Blaðsíða 2
— 100,— — 101. — Reikjavík, 20. júní. SVAR TIL .þJÓÐÓLFS.. Það er ekki oft að vor heiðraði blaðabróðir Ritstj. *þjóðólfs• heflr minst á .Gðngu-Hrólf., en þegar so hefir skeð, hefir so óhappalega tiltekist, að það hefir snmpart verið til að breiða út ósannann óhróðr nm hann, sumpart til að gefa mér, ritstjóra hans, vitfirrings-attest. First er i 28. nr. .I’jóðólfs* (bls. 1091 skirl frá, að einsog við hafi mált búast sé nr. 10. af .G.-Hr.» komið "undir mannahendf. Þetta kalla ég ósannan óhróðr; ekki að ég meini þarmeð, að það hafi verið tilgangr hr. J. G. að segja ósatt, heldr að hann hefir ekki íhugað, hvað hann skrifaði. Því hvað er að .komast undir mannahendr.? Það er, eftir því sem fólk talar, að vera diemdr lil van- virðandi hegningar, — dæmdr firir óærlega sök. En útaf inu nefnda nr. «G.-Hr.s.» hefir alsekkert sukarnál verið höfðað, einsog hr. J. G. aftr og aflr vill reina að telja les- endum sínum trú um'. Hin eina skinsamlega meining, sem getr verið í því, að segja um blað, að það komist • undir mannaheudr», getr aðeins verið sú, að það sé gjört upptœkt. En slíkt hvorki hefir átt sér stað né gat eftir hlutarins eðli átt sér stað um ið 10. nr. «G -Hr.s.» —Lög- larðr maðr, einsog hr. ritstj. «|>jóð.» J. G. er, getr ekki ruglað sona saman liku og fjarleitn nema i stöku hngsun- arleisi eða fiaustri. Þegar ég þvf hefi hreift þessu, þá skrifa ég það eingöngu til leiðréttingar, en ekki í miosta máta af neinni inni minstu stigð eðr þótta Aflr i 31.—32. nr. blaðs síns (á 124.—5. bls.) fer herra J. G. að minnast «G.-Hr.-s.» Hann sest þar (dóm- arasætið og grípr fram tirir héndr dómstólanna viðvikjandi príoaí-máli milli tveggja manna, mín og herra Hilmars Finsens (þess er áðr var stiftamtmaðr, en nú kallar sig «Iandshöfðingja»). Hann kveðr so að orði, að hann talar um «þessarog aðrar skammir <Göngu-Hrólfs» og annara blaða*. Þessa æru verð ég alveg að frábiðja blaði minu; og ég skora á hr. ritstjórann að leiðrétta þetta að því, er • GStngu-Hrólf» snertir. HerraJ. G. hefir engan rétt til, að kalla það •skammir’, er ég hefi ritað í «Göngu-Hrólfi». Það er hvert orð í því, er þar stendr (o: í inni umræddu grein), óhrakinn heilagr sannleikr enn. Undirréttardóm þann, sem fallion er í málinu, getr náttúrlega enginn svift ilra gildi, nema æðri dómstóll. En hvað hans innra gildi snertir, þá verðr hverjum frjálst, að hafa sfna meiningu um það; en ég firir mitt leiti hef leifi til að meta það minna, en skarnið sem ég geng á; og væri ég þeirrar meiningar, stæði ég ekki einn uppi. I*að hef ég heirt. hað lítr so út, sem inn virðulegi blaðbróðir minn hneixlist á því, að ég ekki þéra sjálfan mig uppí hástert i hverju orði, einsog þeir gera kóngrinn og hr. J. G. En mer er eigi skiljaniegt, að oró neins manns fái meiri þíð- ing firir það, að hann segir: «Vér áMtum», heldren þó hann segði: «Ég álít». Ég firir mitt leitá ber eins mikla virð- ing firir mörgu, sem •ég, lögfræðiijigr Jón Guðmundsson* hefir sagt og segir, einsog mér hinsvegar aðeins þikir skoplegtþað, er •vér, ritstjórar Þjóðólfs, Jónar Guðmunds- sinir* hafa hér sagt. Það eru ósannindi, að ég hafi nokkurntíma sagst -mega til, að gefa mig út firir almennings velferðar sakir». Ég geri þ a ð, sem ég álit satt og rétt, og horfi hvorki til hægri né vinstri, hvorki til höfðingja né alþiðu. En að iuar nefndu greinar mínar samt hafi ódeildan meðhug als al- mennings, þarum hefi ég fengið mörg og Ijós rök. Hvaða fullmakt hefir .Þjóðólfr. so, til að andæpa mér i almenn- ings-nafni. Ég veit að alt «públikum» margkrossar sig frá því, að «þjóðólfr» sé sinn talsmaðr í þessu máli. Þarsem «þjóð.» loks segir, að ég riði •fantareið» á réltlælinu og sannleikanum, þá hefir hann líkl. ætlað, að segja eitthvað slæmt, en gætir þess ekki, að hann óvitandi gefr mér það þar með um leið, að ég hafi þó •rétllcetið og sannleikann» mín megin. Þarmeð er ég ánægðr, og tek mér því eigi nær en þetta aðkast hans: • Þat man ék launa littu; láttu okkr vera sátta». J. ól. — HIN BLÖÐIN. («Þjóð.», nr. 28.—30. um Ameríku). Framhald: Til að sjá, að landið hefir alt verið skógivaxið, þarf varla annað, en að stinga reku i jörðina næstum hvar sem vera skal. Hitt ei; annað mál, að skógr sá var ekki eins stórvaxinn og i Noregi, soað þangað var oft sóttr efniviðr, er reisa skildi hús. í slultu máli veit það og sér hver maðr, sem ekki leggr angun aftr, að ísland er útníðt og af sér gengið bæði af mannavöldum og náttúrunnar. Að það samt með dugnaði og reglusemi megi halda lífinu á íslandi; það er satt. En auði safnar enginn bóndi hér, alsenginn, einsog nú er. Það sanna dæmin, parsem nú i fleiri aldir ekki einn einasti bóndamaðr hefir getað orðið auðugr hér á landi; því það kallar enginn auð hér, sem veit, hvað anðr er annarstaðar. Það er víst dæmalaust, að nokk- ur maðr hér á landi hafi átt meira nú um síðustu aldir, en so sem 40—60,000 rd., og hvað er það? — Krækiber í helvíti móti þvf, sem kallað er auðr annarstaðar. Annað mál er, hvort eigi gæti sá safnað hér meiri auð, sem hefði ó- þrjótandi fé til að birja með. En engn að síðr er það vist, að enginn maðr tvöfaldar fé sitt hér árlega einsog margr gjörir í Ameríku, sem hefir fé í hendi til að spe- kúlera með. Að bera saman Grænland og Ameríku er ekki neinn sérlegr vottr um vitsmuni og þekking höfund- arins. Veitt hann ekki, að þegar Grænland var að biggj- ast, þá þektu menn í öðrum löndum (t. d. hér og í Noregi) eigi landið af öðru, en frásögnum landnámsmanna, og gátn varla, eða jafnvel alsekki þekt það af öðru. Því var land- námsmönnum hægt að segja ósannar sögur af landinu. En alt öðru máli er að sæta um Ameríku. Þóað landnáms- menn allir vildu, þá gætu þeir ekki gefið mönnum ranga hugmind um landið, að minsta kosti engum sann-mentuð- um manni. Því það eru so ótalmargir, sem fá færi á að gagnþekkja Ameríku, án þess þeir setjist þar að, t. d. ferða- menn. — Lísingar þessara manna frá eldri og níari tím- um þekkja menu. Ég vil taka lil t dæmis frá eldri tímnm 1) Sbr. 109 bls, 1 dálk, og 113 bls •2 dilk »f „þ)ííldin‘ þ. í.

x

Göngu-Hrólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Göngu-Hrólfur
https://timarit.is/publication/98

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.