Göngu-Hrólfur - 14.07.1873, Blaðsíða 4

Göngu-Hrólfur - 14.07.1873, Blaðsíða 4
I — 104.— — 105.— kjðrinn Pétr bisknp, en til þingskrifara Haldór Friðriksson og séra Eiríkr Kúld. f>á lagði Sörvndr konungsfulltrúi fram auglísing konungs tii þingsins og 10 frumvörp til laga. í inni kgl. auglising er meirablut alþingis veitt þungt ámali firir aðgjörðir sínar f stjórnarmálinu og mólmælin gegn stöðulögunum og lísir konungr ifir fullri mispóhnun stnnt viS pingiS útaf pessu. (Méira.j [Aðsentj. .VÍKVERJN OG SANNLEIKRINN. Ég er oft á mannfundum og frétti jatnan, hvað fram fer, ef ég er eigi sjálfr við. Ég les og jafnan með forvilni skfrslur frá slíkum fundum. Þannig las ég og skírslur • Vfkverja* þessa ins nia um unaunfundi, sem orðið hafa hér í nánd síðan hans fæðing. Tók ég þegar eftir, er ég hafði lesið skirsluna um inn firsta fund, þar sem ég halði verið staddr, að imislegt var þar ranghermt og það nokkuð kinlega, þvi það var einsog sá, sem hafði verið frétta- snakkr firir blaðið á fundinum, hefði setið rétt firir aftan hr. Jón Pétrsson eða annan minnihlutamann og að- eins séð fuudinn gegnum gleraugu hans eðr einhver önn- ur fagrgul minnihlutagleraugu. I’u hugði ég að þetta kinni að vera af hendingu, en eigi firirþvf, að það væri tilgangr blaðsins að halla sannleikanum af ásetningi eða lita hann í legi minnibluta-skoðana. Reindar hafði ég tekið eftir, að þú hefðir sagt okkr, «Hrólfr» minn, að blaðið mundi vera stórbrodda- eða broddborgara-blað1, en ég trúði þér þó ekki þar, meir en so. En síðan er ég sá skírslur um fleiri fundarhöld f »Víkv.» sé ég, að þær eru allar á einn veg ritaðar. Þannig hefi ég heirt merka menn segja, sem voru á Hafnarfjarðarfundinum, að það séu hrein og bein ósannindi, að fnndarmenn hafi látið í Ijósi traust lil þing- manns sfns. |>að er of kunnugt til þess, að nokkur trúi slfku, hve gjörsamlega þingmann Gullbr,- og Kjósar-síslu vantar traust kjósenda ifir höfuð f síslunni, og hve sáran þeir iðrast flestir, sem glæptust á, að kjósa hann til þings; enda álíta flestir hann til annara hluta betr fallinn, en til þingmenskn, þrátt firir alla hans bæfilegleika að öðru leiti. Ég veit nú, að þú hefir «snakkinn» þinn vfða í ferð- um, «Hrólfr• sæll, og ritstjóri þinn hefir orð firir að vera so fjölkuunugr (ég meina náttúrlega margfróðr en ekki fjöl- kingisfullr), að mér þætti líklegt, að þú gætir frætt mig og allan almenning um, hver paS er, sem er fréttaritari • Vik- verja« á fundi hverjum; og vildi óg spirja þig, hvernig þér litist á það, sem ég heiri alla fulla með, að það mundi rétt, meðan blaðið sínfr sig sona óskilvíslegt um sannleik- ann, ef maðr vissi, hver það væri, sem væri skírslu-riti þess á fundnm manna, að neita honum um aðgang að öll- um mannfundum, þótt opinberir s-iu annars firir alla aðra. Peita er margra meining, o g nef ég gaman að heira, hvað þú segir nú nm þetla. MeirihlutamaSr. 1) loii hoi^r. böi. öotlr illa (uiatKiJib M^ttloika rnerkl vort: 3 '—" ~ borgari, hvaí) eb út legst hvorki broddbor^. iri né broddskito-borgari, heldr: ítárborgari r= höftingi eba þvíomíkt borgurnm þá h • I s t u borgara Rvíkr, 1 ðlkingar, eia eru um suraa hloti een o þí b»tr vib ab kalla þí), ngnia haun meini msb brodd- eius og standa í b r o d d i d lritar; ;o d d borgara kioni ég RititJ. r * * * — Spurningu þeirri, sem að framan er beint til vor, sjáum vér ekkert á móti að svara að því leiti, sem oss er um kunnugt það, er spurt er að. Það veit hver maðr, so að það er ekkert launungarmál, að það er höfuðmaðrinn firir útgáfu blaðsins «Víkverja», sem víst bæðl ritar mestíhann og hostar mestu til hans, sem sjálfr sækir hvern fund og sitr þar með bókina i hendinni tilað rita upp það, er á fundimum gjörist. Þessi maðr er herra landshöfðingia- sekrete'rinn, sem heitir annaðhvort Jón Johnsen, eða Jón Jónsson, eða Jón Jónsson Johnsen, eða Jón Jvhnsen Jóns- son — vér vitum eigi gjörla hvað af fernu, hvort hann heitir jafnan á alla fjóra máta, eðr hann brnkar sitt nafnið hvern dag eða i vissum tilfellum; því vér þikjumst mega fullirða, að vér höfum séð hann nefna sig á alla þessa vegu. Viövíkjandi nppástungunni um, að neita nokkrum blaðamanni um aðgang að fundum, sem annars eiga að haldast í heiranda hljóði, þá getum vér eigi fallist á hana. (•að er réttara að lofa bverjum að segja so rangt frá, sem hann vill, en leiðrétta heldr missöglina, ef þess þikir þörf. ( sambandi við þetta, úr því «Víkverji» og fundar- skírslur hans eru í umlali hvort sem er, skal þess getið eflir beinni áskorun frá imsum t’ingvalla-þjóðfundarmönn- um, að þarsem í 6.—7. «tölublaði> «Vikv.« efst á 1, dálki 25. bls. segir um nefndina í stjórnarmálinu á þingvalla- þjóðfundinum, að hún hafi fært «einkum þá ástæðu til firir uppástungu sinni, að konungr sé einvaldr «hér á landi•, þá er þetta alveg runghermt. Einnig skal þess gelið við- víkjandi «Frumvarpi» því, sem prentað er þar á sama stað i «Víkv. -> og sem nefndinni er eignað, að prentun þess þar í blaðinu er með öllu heimildarlaus. So má gela þess, að landshöfðingjasekretérinn baðannanafgreiðsluskrifara fundar- ins um afskrift af frumvarpinu. En skrifarinn svaraði sem var, að hann hefði enga heimild til að gefa slíka afskrift án leifis forseta og nefndarinnar. Var ieifis leitað til þeirra og muu nefndin hafa neitað. Að minsta kosti hefir hún ekki gefið leift til að prenla skjöl sín, og fáum vér ei betr séðjeink- um þareð fundrinn hefir af ráðið, að láta prenta og selja tíðindi frá fundinum), en að með prentun «frumvarpsins» í «Víkv.» sé skertr forlagsréttr eigendanna, — .eins og hitt er oss að sinu leiti óskiljanlegt, hvernig herra sekretérinn hefir á frjálslegan hátt komist að frumvarpímt. Kannske hann hafi dreimt það í kirkjnloftinu á tMngvöllum? — AUGLÝSING. Einhver, sem var á þjóðfundinum að Öxará, hefir skilið eftir reiðbuxur í námunda við tjald hr. Sigf. Eimundarsonar. Sá, sem getr helgað sér þær, getr fengið þær, móti því að borga auglísing þessa, hjá ritstjóra • Gðngu-Hrólfs'. Efni: Til kanpenda „Q.-Hr.«.,‘ — Inn frjílri þ|ndr ial. »t Öxará. — Til þjótifundarm. ati Öxarii. (V'ísur Eftir J. Ól) — Reikja- vílt, 14 júli: Svar til „{jjábólfa". — Hin bliiþio (Dm Araerikn-greii .þjðtnílfs*). — Alþingiatibindi I. — (Ats.) „Víkteiji” og sannleikrinu — Anglírine BM/öri: Jónðlafsson.

x

Göngu-Hrólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Göngu-Hrólfur
https://timarit.is/publication/98

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.