Alþýðublaðið - 08.02.1921, Blaðsíða 1
€3-<efiÖ ¦ú.% mt ^Llþýduflo^lcnm^ek.
1921
Þriðjudaginn 8. febrúar.
31. tölubl.
Urslit kosninganna.
Stórsigur alþýðunnar i Reykjavík.
Þrátt fyrir megnan og svæsinn andróður
þriggja andstæðinga-»flokka«, fær
B-listinn langhæsta at-
kvæðatölu.
Jón Baldvinsson, forseti Alþýðuflokksins
orðinn alþingismaður.
Uia alt ísland — svo langt
sern síminn nær — tala menn nú
i dag um kosningasigur alþýðr
unnar í Reykjavik. Og í dag og
á morgun fiytja 15 norsk, 48
dönsk og 23 sænsk jafnaðarmanna-
dagblöð frændum vorum á Norð-
urlöndum fregnina: Jafnaðarmaður
kosinn inn í Iöggjafarþing íslands;
alþýðuflokkurinn, stærsti stjórn-
máhflokkurinn í höfuðstaðnum 1
En frá Norðurlöndum berst
fregnin blað úr btaði og land úr
landi, og eftir nokkurn tíma verða
Jafnaðarmenn í öllum löndum álf-
tmnar og víðar, búnir að lesa
fregnina. Og jafnaðarmenn alstað
ar um heim, hvort þeir eru hér
i álfu, i Amerfku, Afrfku, Asíu
eða Astralfu, hvar sem þeir eru,
alstaðar samgleðjast þeir yfir sigri
og framgangi jafnaðarstefnunnar.
Því þegar hún sigrar alveg, þá
er unninn stærsti sigur mannkyns-
ins; þvf af honum leiðir gersam-
feg útrýming auðváldsokursins,
með öllu sem af því leiðir: hern-
aðarsvivirðingunni, fátæktinni,
menningarleysinu, og öilum þeim
mörgu tegundum af mannlegri
eymd, sem eiga rót sína að rekja
til auðvaldsfyrirkomulags þjóðfé-
lagsins— þess fyrirkomulags, sem
iætur fjöldann af þjóðinni strita
miskunarlaust, ár eftir ár, frá æsku
til elli og grafar, fyrir kaup, sem
aldrei gerir meira en rétt að hrökkva
fyrir helztu lífsnauðsyojunum, en
sem jafnframt lætur örfáa menn
fá allan gróðann af striti þjóðar-
innar. Hér á okkar íslandi eru
það einir 150 menn — útgerðar-
mann, heildsalar og kaupmenn —
sem hafa tvo þriðju hluta af ö!l-
um tekjum þjóðarinnar. Er nokk-
ur furða, þó fjöldinn af verka-
lýðnum búi í heilsuspiilandi ibúð-
um ? Er furða, þó margt fátæklings-
barnið sé illa klætt í vetrarnæð-
ingnum, þegar svona stór hluti
af þjóðararðinum rennur til jafn-
fárra manna?
Aldrei mun neinn fiokkur hér
á landi hafa sótt eins þungan
róður, eins og A' þýðuflokkurinn
við þessar kosningdr, og þó sigr-
aði hann. Mánuð eftir mánuð og
ár eftir ár hafa dagblöð heildsal-
anna og útgerðarmannanna hér f
Reykjavik, Morgunblaðið og Vísir
— og þó einkum hið siðara og
svívirðilegra — hamast móti verzl
un þeirri, sem þjóðin á sjáif —
landsverzluninni Grein eftir grein
hafa þau flutt: róg, ósannindi,
staðlausa stafi og aftur rógl Og
þegar ósannindin hafa verið rekin
öfug ofan í þau, hafa þau jafnan
komið með tvö oý ósannindi fyr-
ir ein, r<ýjan róg, og nyja stað
lausa stafi Og sá hluti af almenn-
inti sem fáfróðastur er, hefir lagt
trúnað á það, að það væri lands-
verzlunin, sem héldi dýrtiðinni við
í landinu, og trúað því, að þessi
stofnun þjóðarinnar, sem ætluð er
til þess að losna við heiidsalaokr-
ið — væri einokun, væri sam-
kyns einokuninni gömlu, illræmdu.
Allir þrír .flokkar" sem keptu
við Alþýðuflokkinn hrópuðu: ein-
okun, hömuðust á landsverzlun-
inni, og reyndu að telja almenn-
ingi trú um að landsverzlun og
viðskiftahömlurnar væru eitt og
hið sama. Þeim hefir iíka vafa-
laust tekist að villa mörgum sýn,
þó þetta tvent: landsverzlun og
viðskiftahöftin séu algerðar and-
stæður. Landsverzlun vinnur á
móti stórkaupmannaliðinu, en fyr-
ir almenning. Viðskiftahömlurnar
eru aftur til þess að vernda stór-
kaupmennina fyrir tapi á verð-
falli á birgðum, er þeir hafa, —
birgðum sem mundu hrfðfalla ef
viðskiftahömlurnar væru leystar.
Viðskiftahömlurnar riða þvf al-
gerlega í bág við hag almennings.
En þrátt fyrir allan andróður-
inn: Alþýðan sigraðil Jón B*ld-
vinsson er nú orðinn þingmaður.
En sigurinn hefði orðið ennþá
meiri, langtum raeiri, hefði allur
almenningur verið búinn að átta
sig á því hvort þjóðinni mundi
heppilegra: heildsöluverzlun eða
landsverzlun. En það verða allir
búnir að því fyrir næstu kosningar.
ÖH unga kynslóðin er með AI-
þýðuflokknum Það eitt er nóg til
þess að sjá fyrir, að hann muni
gersigra á komandi áratug. Þeir
sem sjónlausir eru á frarotíð ís
lands kunna að neita þessu. En
það breytir engu. Fyrsta og erf-
iðasta sporið er stigiði
Kosningaurslitin urðu þessi:
B listinn fekk 1795 atkvæði.
A listinn — 1463 —
C listinn — 1404 —
D listinn — 965 —
18 seðlar voru ógildir og 11
auðir. Alls voru greidd 5656 at-
kvæði.
Eftir að buið var að sthuga
og telja breytingar á Iistunum
varð atkvæðamagnið þannig:
J6n Baldvinsson var kosinn með
1764*/« atkvæðis.