Alþýðublaðið - 08.02.1921, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 08.02.1921, Blaðsíða 2
2 ALÞYÐUBLAÐIÐ ^fgppeiðísla blaðslus er í Aiþýðuhúsinu við lugóifastræíi og Hverfisgötu. @ími 988. Augiýsingum sé skilað þaugað eða í Guteuberg í síðasta iagi ki 10 árdegis, þaan dag, sem þær eiga að koma i biaðið. Áskriftargjaid ein kr. á mánuði. Auglýsingaverð kr. i.jo cm. eindáikuð. Utsölumenn beðnir að gera skil til afgreiðslunnar, að minsta kosti ársfjórðungsiega. Jón Þorláksson með 1397^/3 at- kvæðis. Magnús Jónsson með 1371 at- kvæði. Ingimar Jónsson fekk 12157* atkvæði. Jón ólafsson fekk 949 atkv. E H. Kvaran — 8S9s/* — Ölafur Thórs — 61473 — Ágústjósefsson — 6oolj-± — Þórður Bjarnason fekk 465 — Svo sem menn sjá af þessn er munurinn á listaatkvæðum Ingi- mars og þeirra Jóns Þorlákssonar og Magnúsar Jónssonar aðeins nokkuð á annað hundrað atkvæði. Breytingar voru mestar á A- listanum, var Jón Þorl, færður í annað sæti af 95 og í 3. sæti af 9, E. H. K. var af 151 færður í 3 sæti og í 1. sæti af 6. Óiaf ur Th. var færður í 1. sæti af 127 og í 2. sæti af 35. Á B listanum voru þær breyt- ingar, að Jón Baldvinsson var af 52 færður í 2. sæti og af 2 í 3. sæti Iagimar var færður f 1. sæti af 62 og í 3 sæti af i, og Ágúst var færður í 1. sæti af 4 og í 2. sæti af 7. Á Clistanum voru þær breyt- ingar, að Magnús Jónsson var færður I 2. sæti af 33 og í 3. sæti af 12, Jón Ól. var færður af 49 í 1. sæti og af 4 f 3. sæti og Þórður Bj. var færður í 1. sæti af 10 og í 2. sæti af 16. Ein af kosningabrellum ánd- stæðinganna var sú, að telja fólki trú um að fjöldi manns ætlaði að íæra Ingimar unp fyrir Jón Bald- vinsson og geta menn af þessu, sem hér er á undan séð, á fave miklum rökum sú staðhæfing þeirra var. Auðvitað hefir þessi brella þeirra átt að vera til þess, að reyna að hleypa úifúð og sundr- ung í fiokkinn, en sennilega hefir hún aðeins komið sögumönnunum sjálíum í koll, því slíkar sögur eru sjaldan vænlegar til sigurs. Ði dapn 09 ?eginn. Skipaferðir. Lagarfoss er á leiðinni frá Ameriku. WiiJemoes er á leiðinni frá Englandi kingað með steinolíu- farm, Sterling er fyrir norðan Iand á leið hingað. Kemur sennilega um helgina Gullfoss fór f fyrradag frá Kaupmannahöfn. Borg fór í gær áleiðis til Spánar. Skjöldur kemur f dag úr Borg- arnesi með norðan og vestanpóst. Frá kosningnnnm. Alþýðu- flokkurinn birti í gær atkvæða- magn listanna jafnóðum f búðar- glugga Ársæls Árnasonar. Var mikill manngrúi þar úti fyrir allan daginn og fylgdist með tölunum. Fyrsta tilkynningin var A: 15, B: 48, C: 53 og D: 24, en þeg- ar lcom yfir 70 atkvæði hjá C hækkaði B. skyndilega og var hæðstur úr þvf. Templarar eru beðnir að mæta á sameiginlegum hlutaveltufundi, f kvöld kl. 8, f Teinplarahúsinu. Leikfélagið er nú að æfa „Et Dukkehjem" eítir Ibsen og verð- ur það sennilega tilbúið um aðra helgi. Utan úr heimi. Eftir Hendrik J. S. Ottósson. (Frh) Eftir Noregi endilöngum hefi eg farið, bæði með járnbraut og á sjó Eg hefi verið bæði f Krist- iania og Trondhjem, auk marga smærri bæja, og eg sá strax, að f Noregi er bann, þó ekki sé það svo fullkomið, sem skyldi, þar sem leyfður er innfiutnicgur á léttum vínum. Með kgl. tilskipun frá 16. des„ 1916 var í þriggja vikna tíma bönnuð brennivínssaia f Noregi. Með iögum 25. maí 1917 fékk stjórnin heimild ti! að banna eða takmarka áfengissölu. Þá var brennivinsbannið tekið upp aftur og látið giida um áfenga drykki, sem innihéidu meira en 15% á- fengi, frá og með 28 júnf var hámarkið fært niður f 12% og 2i. des. 1917 var bann&ð að selja áfengi undir i2°/o nema með mat. Með lögum frá 23. júií 1919 var samþykt að láta baaniögin („heit" vín) ganga til þjóðarat- kvæðis og skyldu gilda sömu íög og um kosningarrétt tii stórþings- ins. Árangurinn af atkvæðagreiðsl- unni var eins og kunnugt er sá, að 489,017 greiddu já og 304673 nei. Lögin voru þvf samþykt með 184,344 atkvæða meírihluta. eða 61 6°/o af greiddum atkv. Meðfylgjandi tafla sýnir Ijóslega á hve litlum rökum þær sögur um bannið í Noregi eru bygðart sem ganga aftur í blöðum and- banninga ár eftir ár. Tala áfengis- afbrota árin 1914—1918 er hinn bezti vottur um hin góðu áhrif bannsins. Tala áfengisafbrota. Ár I bæj u rn í sveit um Samtals 1914 44496 4368 49132 1915 47236 4821 52057 1916 57460 4821 62281 1917 29413 1696 31109 1918 22036 878 22914 (Sbr. „Underdánigt betánkande med förslag till lag om alkohoÞ varor m. m. Avgivet den 5 Au- gusti 1920 av den af Kungl. Maj:t. den 17 Nov 1911 tillsatta nykter hetskommitlén," Stockfa. 1920, bls. 441 greinina „Fylleri- förseelserna f Norge" av förste aktuarien Hans Gatm). Tafla þessi þarf engra skýringa við. Hún sýnir hve róttæk áhrif bannsins hafa verið f Noregi þrátt fyrir alla annmarka. 1914, 1915 og 1916 aukast afbrotin stöðugt, en með lögunum fækkar þeim svo mjög, að undrun sætir.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.