Alþýðublaðið - 08.02.1921, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 08.02.1921, Blaðsíða 3
ALÞYÐUBLAÐIÐ 3 Sœmmisóiar og hxlar Útlenðar fréliir. Breyfcing á Tinnnlöggjöf Finna. Vinnulöggjafarnefnd í finska þinginu hefir faliist á frumvarp URi ný vinnulög, sem fara í þá átt, að taka upp brezkt fyrirkomu- lag á vianutítna, þannig, að frá mánudegi til föstudags verði unn- ið 81/® tíma og 5*/2 tíma á laug- ardögura. Jafnaðarmenn tóku eng- an þátt í þessari frumvarpsgerð, svo af þvf má sjá, að allir flokkar f Finnlandi viðurkenna nú 8 stunda vinnudag. En hér á íslandi eru ennþá tii þeir menn, sem eru andvígir þvf, að hásetar á botn- vörpuskipum fái 8 stunda hvíld á sólarhring. Mikili er nú menning- armunurinni s Einnra Uad. Danski rithöfundurinn frú Emma Gad er látin í Khöfn. Standmynd af Jabohsen brnggara. Þann 13. þ. m. verður afhjúpuð standmynd af dr. pbil. Carl Ja kobsen bruggara, sem var eig- andi Carlsberg ölgerðarhúsanna, áður en hann gaf þau Carlsberg sjóðnum. Myndin á að standa framan við Glyptotekið. Lenin dandnr! Um daginn barst hingað sfm- skeyti þess efnis, að Lenin væri dauður, og annað að hann væri iifandi, en hefði með naumindum sloppið, við sprengikúlnaárás, sem gerð hefði verið á hann. í Rosta, 19. f. m., er sagt frá þvf, að engin slfk árás hafi verið gerð á Lenin eða aðra kommún- ista, og sé frásögnin uppspuni einn. Anatole France frægasti rithöfundur Frakks, sem gifti sig í fyrra, þó á gamalsaldur sé kominn, er að sögn genginn í kommúnistaflokkinn franska. — Fregnin er ekki ósennileg, því að Anatole France hefir alt af verið jafnaðarmaður. Það var hann sem sagði eitthvað á þessa leið: beztir og óðýrastir hjá jjvairakrgsbrslrnm. Það er rétt, að allir séu jafnir fyrir lögunum: rlka manninum, og fátæklingnum sem ekki á mál- ungi matar, þeim er hvorum um sig hegnt, ef þeir gera innbrot og stela brauði. Samræðissjúkdómar í Þýzkalandi. í Þýzkalandi hafa samræðis- ræðissjúkdómar útbreiðst afar hratt á sfðustu árum. Alls eru þar nú taidir 6 milj. manna veikir af þessum kviilum. Fræg Yinnnkona. Anna Vyrubowa, sem var her- bergisþerna rússnesku keisara- drotningarinnar, og mikið kémur við sögu í bréfum drotriingarinnar til keisarans, sem birt hafa verið í norska „Social Demokraten«, danska kommúnista blaðinu „Ar- bejdet“, kom um miðjan fyrra mánuð tii Finnlands frá Rússlandi á leið til Vestur-Evrópu. Fannkoma í Pýskalandi. í miðjum Janúar féll mikill snjór f Þýskalandi, einkum i Berlfnar- borg og nærsveitunum. Stöðvaði það um tfma alla sporvagnaumferð. Síðar feykti veðrið snjónum sam- an í svo stóra skafla, að elstu menn þóttust ekki muna þá jafn- stóra. Prússnesknr konungssinna- flokknr hefir nú verið stofnaður, og er tiigangur flokksins að vinna að þvf, að koma á aftur konungs stjóm í Piússlandi. Ætlað er að þessi nýji flokkur muni lítið fylgi hafa meðal aimennings. NorðnrlandA-póststefnan heflr fallist á, að haida bréfa* burðargjaldinu óbreyttu, en að hækka burðargjaidið fyrir bréf spjöld upp i 15 aura. Herútbúnaðnv Norðmanna. Á norsku fjárlögunum eru 44 rnilj. krónur áætlaðar til hermál- anna, en það er 2,346 000 kr. meira en í fyrra. Norska rfkið hefír auðvitað ekkert við herútbúnað að gera, svo þetta eru peningar, sem er sama og fleygt f sjóinn. Sinovjev og Bncharin sem ætluðu á fundinn sem ftölskn kommúnistarnir ætla haida, hefír verið bannað að koma til Ítalíu. Stjórnin þar er sýnilega rojög hrædd við útlenda kommúnista, því hún hefir einnig neitað enska kommúnistanum Arthur Mc. Manus að koma tii landsins. Pörf lög. Piússneska þingið hefir sett lög um aldurstakmörk embættismanna og kennara við aiþýðuskólana, til þass að koma f veg fyrir að eilihrumir menn hafi stöður með höndum, sem þeir eru ekki færir um að gegna. Ðómarinn sfaðfestur. Brezki þingmaðurinn Maione ofursti, sem er kommúnisti, var i nóvemberlok siðastl. dæmdur f 6 mánaða fangelsi fyrir að hafa hvatt verlcalýðinn til þess að gera upp- reisa. Malone skaut málinu til áfrýjunarréttarins, en sá réttur hefir nú hafaað þvf og þarmeð staðfest dóminn. Jjórnwlegt slys. Á föstudagsmorgunin var, vildi það hörmuiega slys til, að Berg ur Bárðarson háseti á botnvörpu- skipinu .Þóróifur" druknaði hér á höfninni. Þetta var snemma um morgunin í nyðamyikri og hvass- viðri, og var Bergur á leiðinni út í skipið, sem iá við austurgarðinn; er talið vfst að hann hafi hrokk- ið út af garðinum, er hann ætl- aði fram í skipið, og farist þann- ig- Bergur var dugnaðarmaður á bezta aldri, félagi í Sjómannafé- laginu og ágætur flokksmaður. Hann Iætur eftir sig konu og tvö börn.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.