Alþýðublaðið - 09.02.1921, Page 1

Alþýðublaðið - 09.02.1921, Page 1
1921 Miðvikudagitm 9 febrúar. ©s? byrjnð að starfa. Lækka útsvör almenniiigs ? Niðurjöfuunarnefndin er nú tek- j in til starfa, sem er að jafna nið- ur á bæjarbúa, eftir éfnum og ástæðum, um hálfri annari miljón króna, eða um 300 þúsund krón- urn minna en í fyrra. En hvar á þessi lækkun, sem nemur l/6 hluta útsvaranna, að koma niður? Eiga utsvörin að lækka alment um sjötta part, eða á lækkunin aðeins að koma á útsvörum almennings? Áður en þessum spurningum er svarað, er rétt að athuga, að tekjur Reykjavfkurbúa eru svo afskaplega misjafnar, að af upp- hæð þeirri, sem jafnað var niður í fyrra, var sem næst 2/3 hlutum jafnað niður á 300 tnanns, en 3000 manns báru Vs hlutann, og er þó víst að þessi þriðjihluti var tiltölulega þyngri á þessum 5 þús- undum en 2/3 hlutarnir á þrjú- hundruðunum. Það virðist því rétt að láta útsvörin á þrjúhundruð hæztu gjaldendunum halda sér, en iáta lækkunina koma eingöngu á útsvör lægri gja-ldendanna. Þar með er enganveginn sagt að út- svar þeirra, þessara 300, hvers um sig, eigi að vera hið sama og á fyrra heidur éftir ástæðum hærra á sufflura en iægra á suraura, enda eru nokkrir þeirra dánir, er f fyrra stóðu á niðurjöfnunamefndarskrá, en aðrir hafa bæzt við. Sé þessi umrædda 300 þús. króna lækkun látin koma ein göngu niður á hina 5000 lægri gjaldendur, eða á þá sem í fyrra hefðu haft undir 1000 kr. útsvar, gœtu útsv'ór feirra lœkkad um kelming, að meðaltaii, þar eð þá yrði að eins lagt á þá samtals _300 þús, kr. móts við 600 þús. kr. í fyrra. Það væri þó ekki rétt, að Iáta lækkunina koma hlutfallslega jafnt niður á alla þessa gjaldendur, heldur væri rétt, að láta 500 kr ú»svör, og þar yfir, upp undir 1000 kr. útsvör iækka f raesta lagi um 1/3. en láta útsvör undir 500 krónum lækka því meir. í fyrra voru það samtals milli 240 og 50 menn sem höfðu út- svar frá 500 kr. upp undir 1000 kr. og hvíldi samtals á þeim um 150 þús. kr. Þriðjungslækkun á útsvari þeirra næmi þá samtals 50 þús. krónum, og kæmi þá 250 þús. kr. lækkun á þá ca. 4750 gjaldendur, sem eftir eru, en þeir báru í fyrra samtals 450 þús kr. útsvar. Útsvör þeirra lækkuðu þvf að samanlögðu ofan f 200 þús. kr. eða nm meira en kelming, þannig, að 45 kr. útsvar yrði 20 kr., en 150 kr. útsvar 68 kr., Og önnur útsvör í hlutfaili við það. Þó væri ef til vill ástæða tií þess, að skifta þessum gjaldendsflokki þannig, að þeir sem f honum eru, sem eru atvinnurekendur eða reka verzlun, fengu ekki meiri lækkun en þeir sem eru í flokknum frá 500 til 1000 kr., þ. e. þriðjungs lækkun. Hvað margir það eru, er ekki kunnugt, en við það gæti enn lækkað eitthvað á þeim hluta Reykjavíkurbúa, sem mest hefir stritið, en þó ber minst úr býtum •— á sjálfum verkalýðnum. Og að réttu lagi ætti alls ekkert út svar að vera hér í Reykjavík á fjöbkyldumanni, sem hefir undir 4200 kr árstekjum. Ekki þá nema 4 kr. til málamyndar meðan lögin um kósnicgarrétt til bæjarstjórnar eru svo hláleg, að þau gera greiðslu í bæjarsjóð að skilyrði fyrir kosningarrétti. 32. tölubl. jlflennlngarþrá rússnesku alþýðmfnar. Rússneska keisarastjórnin gerði, svo sem kunnugt er, alt sem hún gat til þess að halda alþýðunni á sem lægstu menningarstigi, og tókst það svo vel, að yfirgnæfandi meirr hluti henni hefir haldist ólæs og óskrifandi. Þegar byltingin varð í Rúss- Iandi fyrir nær 4 árum, vaknaði sterk þrá meðal alþýðunnar, að afla sér frumatriðis alþýðumentun- arinnar: að læra að iesa. Byltingin í marz 1917 var svo sem kunn- ugt er f því fólgin, að auðvaldið og verkalýðurinn í sameiningu hrundu keisara og aðalsvaldinu. En þeir sem þá tóku við stjórn höfðu enga sinnu á því, að hugsa um aiþýðumentun. En jafnskjótt og verkalýðurinn hafði brotist til valda með byltingunni í nóvem- ber 1917 (bolsivíkabyltingin) byrj- aði áköf starfsemi í þá átt, að kotna alþýðumentun í rétt horf, og hefir þar aldrei orðið lát á, hvemig sem krept hefir að bolsi- vikum, enda er sagt nð bolsivika- foringjar hafi gengið af engu minni atorku að þvf, að afla al- menningi mentunar, en að afla brauðs hinum kungrandi horgar- iýð Rússiands, og að verja sig fyrir innrásum Koltsehaks, Deni- kins, Judenitsch og annara gagn- byltingarhöfðingja, sem brjóta viidu niður með vopnum veldi verkalýðsins. Mentamalaráðherra bolsivika er vísindamaðurinn og skáldið Lunatsjarski, sem löngu fyrir strfð var talinn einn af mestu andans mönnum Rússlands, og vel þektur um alla Evrópu. Nýjustu fréttir á þessu sviði, frá Rússlandi (desember 1920), er að nú séu samtais komnir upp 210 þúsund skólar, þar sem fuil- orðnum sé kent að lesa, og að 2 800 000 fullorðna hafí lært að lesa.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.