Alþýðublaðið - 10.02.1921, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 10.02.1921, Blaðsíða 3
ALÞYÐUBLAÐÍÐ 3 6nmmisölar og hælar beztir og óiýrastir hjá Qvannbergsbrzirnm. gnriargjali hækkar. Fóstþingið í Maðrid. I desember var lokið alþjóða- póstþingi því í Madrid, sem hófst í október. Alls stóð þing- ið í 61 dag og voru lagðar fram og ræddar 2048 tillögur. Fulltrúi Norðmanna á þing- inu segir svo í viðtali við blaða- mann: Þingið féllst á að hækka burðargjald yfirleitt, en þó þann- ig, að einstök lönd ráða nokkru um það, á vísu sviði, hve hækk- unin er mikil. Hvað viðvíkur burðargjaldi undir bréf, er því komið þann- ig fyrir, að burðargjaldið má vera eins og það er, eða það má hækka upp í alt að 60—70 aura, Yfirleitt má gera ráð fyrir, að burðargjaldið hækki alment um helming. Ákvæði alþjóðapóstsamnings- ins ganga í gildi 1. janúar 1922, en hin einstöku lönd í samband- inu geta látið hækkuðu burðar- gjöldin ganga fyr í gildi. Burðargjald fyrir bréfasend- ingar í löndum í skandinaviska póstsambandinu (Danmörk, No- regur, Svíþjóð og Finnland) hækkuðu frá 1, febrúar, en hér á landi hækka þau 1. apríl n. k. Fyrir almenn bréf til útlanda verður burðargjaldið fyrir ein- falt bréf (20 gr.) 40 aurar, fyrir hver 20 gr. þar fram yfir 20 áurar. Spjaldbréf 25 aurar. Krossbandasendingar 10 aura fyrir hver 50 gr. Ábyrgðargjald 40 aurar. Frá 1. febrúar hefir burðargjald fyrir bréfasendingar frá Danmörku til íslands hækk- að þannig, að einfalt alment bréf kostar 30 aura, spjaldbréf 15 aura og ábyrgðargjald er 30 aurar. Næsta póstþing verður haldið í Stokkhólmi árið 1924, Venju- lega líða 6 ár á milli þinga, en slðast liðu 13 ár. Að næsta þing verður svo bráðlega, stafar af ýmsum ástæðum. Það er búist við því, að ástandið sem nú er, verði þá farið að batna, svo hægt sé að endurskoða þessa samninga. Auk þess eru þá lið- in 50 ár síðan póstsambandið var stofnað. Jafnaðarmannavikublað í Færeyjum. í fyrra byrjaði Færeyja Fiski- mannafélag, sem nær yfxr allar eyjarnar, að gefa út mánaðarblað, með hinu einkennilega nafni F. F. Blað þetta er nú orðið viku- blað, en kemur f minna broti en áður. Blaðið hefir nú fyrir og eftir nýárið verið að flytja langa ritgerð um auðim* og vinnuna. Greinin er miðuð við færeysk hlutföll, og því skiljanlega margar upplýsingar í henni, sem gaman er að fyrir íslendinga að kynnast. Ritstjóri F. F. er Símun úr Koney. Alþýðublaðið óskar sam- herjunum í Færeyjum alls hins bezta. Pingmeimirnh' eru nú að smá tínast til bæjarins. Komnir eru meðal annara Stefán Stefánsson frá Fagraskógi og Pétur í Hjörs- ey. Að sögn kemur Gísli Sveins- son ekki sökum veikinda. Þingið verður sett þriðjudaginn 15. þ. m. B.s. ísland kom f gær til SeyðisQarðar á leið út. Eftir fiskhúsfondinn sagði Vísir, að nú væri það alveg víst, að C listinn kæmi að tveim mönn- um! í gær fræddi Vísir lesendur sfna á þvf, að það væri ösku- dagur. Ekki vantar nú stórtíðindin 1 Pyrir og eftir kosningarnar. Fyrir kosningarnar hamaðist Morgunblaðið móti állskonar lands- verzlun og einkasöiu, en í gær flytur það, eftir Verzlunartíðind- unum, langa grein eftir Ottó Túlinfus konsúl í Khöfn, þar sem hann sýnir fram á, að iandseinka- sala á síld sé eina leiðin til þess, að bjarga siidarsölunni. t sama tölubl, af Morgunblaðinu er grein eftir einn kaupmann hér i bæ, Jensen Bjerg í Vöruhúsinu, þar sem íslandsbanka er sagt til synd- anna. Útlenðar fréttir. Miðstjórn norska verkamanna- flokksins hélt fund dagana 5. og 6. fe- brúar til þess að útkijá ýms vandamál. Ný radínmstofnnn í Rússlandi. Fræðslunefnd Rússa hefir ný- lega sett á stofn nýja stórmerka vísindastofnun: geista og radfum- rannsóknastofnum Ýmsir helstu visindamenn Rússa eru raðnir við stofnun þessa. Forstjórar eru Ne- micoft og Joffe. Og hefir hinn fyrnefndi verið sendur til Þýzxa- lands til þess að komast í sam- band við aðra vísindamenn f þessum greinum Er búist við hinum bezta árangri af starfi þessarar stofnunar. Tilkynningr Íra verziuninni „Von*, tii minna aiöi‘gu og góðu viðskiptavina, sel eg fyrst um sinn: Steinolíu, Sólarljós, 77 pr. líter, ekta steinbftsrikling, rauðan og fallegan, hertan í hjöllum á vesturlandi, hinar velþektu góðu kartöflur, einnig ekta Saltkjöt, allar fáanlegar kornvörur, þurann Saltfisk, Sauðatólg, hinir ljúffengu niðursoðnu ávextir, gerpúlver, sf- trónolfu og Vanille — Komið og gerið hin hagfeldu viðskipti yðar f matvöruverzluninni *Von“. Sími 448. Vinsamlegast Gunnar Sigurðsaon. Lárus Helgason frá Vaðli finni Guðm. Þórsteinsson prentara, hafi hann tínt eiuhVerju. Alþbl. kostar I kr. á mánufll.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.