Alþýðublaðið - 01.04.1960, Síða 11

Alþýðublaðið - 01.04.1960, Síða 11
Hrafnhildur og [ Agústa settu met Ágústa vann afreksbikarinn HANN1 er ótrúlega lítill á- hugi almennngs á sundinu, — þessari glæsilegu og hollu í- þrótt — sem stundum er köll- uð íþrótt íþróttanna. Á sund- móti KR í fyrrakvöld voru á- horfendur fáir, mest börn, sem Ágústa Þorsteinsdóttir. enginn hefur neitt á móti sem áhorfendum, nema síður sé. En fullorðnir áhorfendur voru sária fáir, það mátti jafnvel telja þá á fingrum sér, sem keyptu sig inn. Ekki er þetta hugaleysi al- mennings þó vegna þess, að ár- angur sundfólksins sé lélegur, a .m. k. náðust afrek á Evrópu- mælikvarða á KR-mótinu og sett voru 3 frábær íslenzk met. Þar voru að verki tvær sund- konur, Hrafnibldur Guðmunds- dóttir, ÍR, sem aðeins er 16 ára, synti fyrst íslenzkra kvenna á betri tíma en 3 mín., í 200 m. bringusundi eða 2:59,6 mín. og bætti eigið ísl.met um 6 sek. Mililtími hennar á 100 m. var einnig nýtt íslenzkt met eða 1:24,3 mín. Gamla metið var 1:24,8 mín. Þessir tímar Hrafn- bildar þykja mer að segja all- góðir, þó að karlmenn eigi í hlut. — Jónas Halldórsson þjálf ari Hrafnhildar er mjög bjart- sýnn um árangur hennar og spá ir henni jafnvel 2:55,0 eða betri tíma í næstu mánuðum, en þá er hún komin í fremstu röð í Evrópu. Við skulum aðeins vona það bezta, en vonandi reynist Jónas sannspár. Sigrún úr Hafnarfirði náði ágætum tíma eða betri, en met Hrafn- hildar var áður, Ágústa Þorsteinsdóttir, okk- ar mesta afrekskona í íþróttum — náði mjög glæsilegum ár- angri í 100 m. skriðsundi, sem vekja mun eftirtekt meðal sund fólks víða um lönd, tími hennar og nýja íslandsmetið er 1:05,7 mín. Gamla met Ágústu var 1:06,4 mín. og tvisvar hafði hún synt á þeim tíma og bæði í 25 og 50 m. laug. — Ekki er nokk- ur vafi á því, að ef Ágústa æfir vel og dyggilega næstu mánuði, mun hún verða send til Rómar og það verður engin skömm að henni þar. Bezti sundmaður okkar, Guð- mundur Gíslason náði góðum ár angri, þó að ekki setti hann mpt. Hann sigraði með yfirburðum í 200 m. skriðsundi á 2:12,3 og 100 m. baksundi, 1:10,6 mín. — Það er 1,8 sek. lakara en met hans í fyrrnefndu greininni og 2,5 sek. í þeirri síðarnefndu. — Guðmundur hefur ekki getað Framhald á 13. síðu. Hrafnhildur Guðmundsdóttir. Ástralíumenn hafa valið Herb Elliott. Frá FRÍ: KEPPENDUR mega annað- hvort keppa berfættir eða í skóm — hvort heldur er á öðrum fæti eða báðum. Keppnisskór eru til þess ætlaðir að vernda og styðja fæturna, svo að keppendur nái sem beztri fótfestu á vellinum. Gerð skónna má ekki vera þann- ig, að þeir geti veitt keppanda nokkra aðra hjálp. Keppendum er ekki leyfi- legt að nota skó með fjöðrum eða nokkurs konar hjálpartækjum, eða hafa sóla, sem eru þykkri en 1,3 sm. að meðtöldum öllum fellingum og ójöfnum. Hællinn má ekki vera nema 0,6 sm. þykkri en sólinn, nema um göngukeppni sé að ræða, en þá má hann vera 1,3 sm. þykkri en sólinn. Leyfilegt er þó að hafa fell- ingar, ójöfnur og eða gadda bæði á sólum og hælum. Hámarksfjöldi gadda er 6 á hvorum sóla og 2 á hvorum hæl. Gaddar þessir mega ekki vera lengrj en 2,5 sm. og um- mál þeirra ekki fara fram úr 4 mm. Leyfilegt er að hafa leður- reim um ökla. Keppendur mega ekki hafa neitt, hvorki innan á eða utan á skónum, sem getur aukið þykkt sólans, fram yfir hina leyfilegu hámarksþykkt (1,3 sm.) eða hjálpað keppanda umfram það, sem áðurnefndir skór geta gert. Rvík, 29. marz 1960. Sidney, marz. (NTB-Reuter). FYRSTA þjóðin, sem velur Olympíulið sitt eru Ástralíu- menn, en nú er keppnistímabili þar að ljúka. Sumarið er brátt á enda, þegar það er að hefjast hjá okkur. Eftirtaldir íþróttamenn og konur voru valin til að keppa fyrir Ástralíu á Olympíuleik- unum í Róm í sumar: 100 m.: Bevyn Baker og Denis Tipping. 200 m.: Denis Tipping. 400 m.: Kevan Gosper. 800 m.: Herb. Elliott og Tony Blue. 1500 m: H. Elliot^, Merv. Lin- coln og Albert Thomas. 5000 m: H. Elliott, Alberf Tho- mas, Alan Lawrence eða Dave Power. 10 000 m: Lawrence og Power. Maraþon: Power. 110 m grind: John C'hittick. Hástökk: Charles Porter. Langstökk: Bevyn Baker, John Baguley og' Ian Tomlinson. Þrístökk: John Baguley og Ian Tomlinson. Kringlukast og kúluvarp: War- wick Selvey. KONUR: 100 m: Betty Cuthbert, Pat Duggan og Marlene Matt- hews. 200 m: Be'tty Cuthbert, Pat Duggans, Marlene Matthews eða Norma Fleming. 800 m: Brenda Jones og Dixie Willis SÆNSKA félagið Djurgárden tapaði fyrir Bristol Rovers í Bristol á þriðjudaginn með 1:3. Áhorfendur voru um 16 þúsund. Bandaríkjamenn munu senda um 330 keppendur til Olympíu- leikanna í -Róm. Valbjörn 4,15 m. Á-jnnanfélagsmóti ÍR í gær stökk Valbjörn Þorláksson 4,15 m. á stöng, en Brynjar Jensson 1 3,70 m. — Ágætur árangur náð- ist einnig í kúluvarpi, Björg- vin Hólm sigraði með 14,01 m. kasti, sem er hans langbezti árangur. Annar varð Úlfar Björnsson 13, 47 m. og þriðji Brynjar Jensson 13,22 m. Hástökk: Helen Frith. Langstökk: Helen Frith, Normp Fleming og Sylvia Mtohell. Spjótkast: Anna Pazera. Markahæstir i í /. deild EFTIR leiki helgarinnar hafa eftirtaldir leikmenn I. deildar Handknattleiks- mótsins skorað flest mörk: Ragnar Jónsson, FII, 36 Gunnl. Hjálmarss., ÍR, 36 Karl Jóhannsson, KR, 30 Halldór Lárusson, Aft., 30 Pétur Sigurðsson, ÍR, 25 Rfcynir Ólafsson, KR, 24 Reynir Hálfd.son, Aft. 24 Sig. Þorsteinsson, Á, 23 Geir Hjartarson, Val, 21 Herm. Samúelss., ÍR, 21 Birgir Björnsson, FH, 20. Ármann, Valur og Aft- urelding liafa leikið alla sína 5 leiki, ÍR og KR 4 hvort og FH 3. í bróttafrétti r í STUTTU MÁLI ÞEGAR Dallas Long varp- aði kúlunni 19,67 m., eins og við skýrðum frá í vikunni varð Dave Davis lannar með 19,46 m., sem er annar bezti árangur sem náðst hefur. Þriðja bezta afrekið á Bill Nieder 19,45 m. og í fjórða sæti er Parry O’Bri- en, 19,26 m. — Ekkert hefur heyrst frá O’Brien upp á síð- kastið, en eitt er víst, að hann hefur ekki sagt sitt síðasta orð. %UtlW%mM%%WHM%W%l%tlMHW%MWMU%W%UMm%MWWl Verðlauna- afhending Á myndinni sjáið þið I Bjarna Bjarnason, fyrr- mw%%%wm%%w%%%%%%w%w%%itt%%%%%%%%%%%%%%%%%%%t%%%%%wnSPtI vies verandi skólastjóra, af- henda Ármanni J. Lárus- syni verðlaun á nýafstað- inni Landsflokkaglímu, en Ármann hlaut bæði bikar og meistarapening. Ljós- mynd Sv. Þormóðsson. Alþýðublaðið — 1. apríl 1960

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.